Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Síða 16

Fálkinn - 31.05.1965, Síða 16
uppeldi Torkels, þriggja ára sonar síns, síðan hann og Yvonne, móðir drengsins ákváðu að skilja, en það gerðu þau án nokkurs missættis eða ósamkomulags. Rolf hafði betri tekjur og meiri mögu- leika á að sjá syninum fyrir góðu upp- eldi, svo að í þessu tilfelli er það móðir in sem greiðir meðlagið! ROLF var 19 ára og Yvonne 16, þegar þau hittust. Þau urðu bæði yfir sig ástfangin og virtust ákaflega hamingjusöm saman. En annað fólk sagði aðeins: — „Þau eru alveg von- laus, hanga hvort utan í öðru allan lið- langan sólarhringinn og taka ekki eftir öðru fólki.“ — Það er satt, segir Rolf. — Við höf- um það dásamlegt. Og þó við ættum við einhverja erfiðleika að stríða eins og annað ungt fólk, þá datt okkur ekki annað í hug, en að húsnæðisvandamál- in myndu einhvern veginn leysast af sjálfu sér með tíð og tíma. Okkur fannst við sem sköpuð hvort fyrir ann- að. Hvorugt okkar hafði áhuga á gift- ingu að svo stöddu, en þó langaði okk- ur til að eignast barn. Ég hef aldrei séð Yvonne fallegri, en þegar hún gekk með Torkel. Hún er ein af þeim kon- um, er blómstra sem rósir um með- göngutímann. Við bjuggum að hálfu leyti hjá foreldrum mínum og að hálfu 1 litlu herbergi, og auðvitað stóðum við oft í biðröð hjá húsaleigumiðlur- unum, en án nokkurs árangurs. Þegar ég sagði frá litla barninu, sem við ætt- um von á fékk ég að vita, að það þýddi alls ekkert að halda áfram að leita að húsnæði. Við fórum til Noregs þegar Torkel var nýfæddur, og þar fékk ég vinnu á uppeldisheimili, en þegar það var lagt niður, fórum við aftur til Svíþjóðar. Okkur leið prýðisvel saman, en vor- um þó farin að finna, að ekki var allt sem skyldi. Við rifumst ekki, það lá dýpra en svo, og við — eða réttara sagt Yvonne — sá að við hömluðum bæði þroska hvors annars Yvonne vildi finna sjálfa sig og sína lífshætti. Það hljómar hátíðlega, en þannig var það. Og ég held, að hún hafi gert rétt, þótt ég vildi fyrir alla muni ekki þurfa að lifa slíkar stundir sem þær, er hún hafði farið frá mér. Ef fólki þykir vænt hvort um annað — eins og okkur — þá er hræðilega erfitt að skilja. Mér fannst ég tómur og dauður á eftir, og ég veit, að þannig leið henni einnig. En samt sem áður var þessi skilnaður nauðsynlegur og réttur. Þegar við bjuggum saman, hélt ég mig að mestu leyti heima fyrir og aðhafðist lítið. Nú PABBI EB PIPABSVEira BLÁBERIN eru stór, kringlótt og sæt á bragðið. Þetta er reglulegur blá- berjaskógur, og það er erfitt að ímynda sér, að steinsnar héðan rísi raðhús og blokkir. Ef til vill búa álfar og kynja- verur í jörðinni undir bláberjarunnun- um þriggja ára hnokkinn situr við hlið pabba síns og rannsakar hugfanginn maurana, sem skríða athafnasamir á jörðinni. Maurarnir eru skemmtilegir. Það er lika gaman að leika sér að lyng- inu, þurru og hörðu, frá því í fyrra. Og pabbi veit allt. Pabbi er í berjalitri skyrtu með stuttum ermum og stutt- buxum; hann segir frá, sýnir og út- skýrir. Bláberin tínast eitt og eitt niður í maga snáðans, og hann vill fá að vita meira um maurana og þeirra heim. Og snáðinn hlustar á' af áhuga. í hans heimi eru þeir aðeins tveir til. Þeir eru gott dæmi um, að samband milli föður og barns getur verið alveg jafn náið og milli móður og barns. Pabbinn heitir Rolf Knutsson, 24 ára gamall sænskur skrifstofumaður. í hálft annað ár hefur hann haft einn alla ábyrgð á

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.