Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Qupperneq 17

Fálkinn - 31.05.1965, Qupperneq 17
Rolf Knutsson er sœnskur faðir, ókvœntur, — og segir hér frá lífi þeirra feðga . . . rétt til aS bera saman við líf og vandamál ógiftra mœðra. er ég miklu hæfari og fram- kvæmdasamari við ýmis konar :verk og er á ýmsan hátt meira lifandi. it fyrstu, eftir að Yvonne og -l Rolf höfðu skilið að skipt- um, voru margir undrandi á, að það væri hann sem sæi um Torkel. Og fólk sagði að „þegar Yvonne er búin að hlaupa af ’sér hornin, kemur hún og tek- :'ur drenginn að sér, eða kemur til þeirra beggja.“ Þegar Rolf heyrði slíkt tal, mótmælti hann ‘ kröftuglega. Þau höfðu hjálpað hvort öðru við allt af einlægni, hvers vegna ætti hann ekki að geta tekið að sér að sjá syni sínum fyrir uppeldi? Auk þess hafði hann betri aðstöðu til þess en Yvonne. En margir hlógu að honum og útskýring- um hans. Hann var galinn og alltaf upp á móti föstum venj- um og siðum. Og þar að auki -— að taka á sig allt það erfiði, er því fylgdi að hirða um korn- barn! Hann myndi gefast upp á því eftir fáa mánuði. En á þeim átján mánuðum, sem liðn- ir eru síðan Yvonne og hann skildu, hefur hann komizt að raun um, að það er mun auð- :veldara að vera faðir með 'barn en ógift móðir með 'barn. Samfélagið, sem oftast ‘gerir miklar og strangar kröf- ur til ungra mæðra, er mun ‘tillitssamara þegar ungir feður -'eiga í hlut; hvort sem þeir 'hafa fengið börnin við skiln- úðinn, móðirin er látin, eða — eins og gerzt hefur hjá Rolf, ‘— að hinn ókvænti faðir ábyrg- 'ist barnið. — Ég hef það á tilfinning ‘unni, að staki ungi faðirinn njóti á ýmsan hátt sérréttinda, segir Rolf. — Einkennandi eru viðbrögð barnfóstranna. EGAR við Yvonne bjuggum saman, án þess að gifta okkur, þá höfðum við alltaf Torkel á dagheimili. En þegar við vorum flutt og ég átti að sjá einn um snáðann, fylgdisi hún með af áhuga. Var það ekki erilsamt? Hvernig gat ég séð fyrir uppþvotti, innkaup- um, dagheimilinu — og gat hún hjálpað mér við eitthvað? Og svo leit hún til mín kvöld og kvöld . .. vissulega var það fallega gert af henni, en ég hef það á tilfinningunni, að hefði hún alein séð um Torkel, væru þessi störf henni ekki nándar nærri eins skemmtileg. Og þó ég sé óvart fæddur karl- maður, þá get ég í það minnsta lesið leiðbeiningarnar á þvotta- duftspökkunum! Svipaðar voru viðtökurnar á dagheimilinu. Starfsfólkið þar var ákaflega skilningsríkt og hjálpfúst, þótt ég kæmi stundum of seint með Torkel á morgnana, eða sækti hann full seint á kvöldin. Einn- ig gáfu þau Torkel mikið af fötum, sem þau merktu honum, og sýndu mér yfir höfuð mun meiri tillitssemi og áhuga sem ókvæntum föður en þau sýndu venjulegum ógiftum mæðrum. En ef til vill hafa þær enn ríkari þörf fyrir hjálpandi hönd og skilningsrík orð. Kvart- aði einhver móðirin t. d. yfir einhverju, voru viðbrögð starfs- fólksins venjulega: ungu mæð- urnar eru sí og æ að gera sér rellu af engu. Kæmi ég á hinn bóginn með einhverjar athuga- semdir, voru þær umsvifalaust teknar til umræðu. Það var einfaldlega vegna þess, að ég er karlmaður... En ég hef einnig átt erfiðara en flestar mæður með að viðurkenna hvers kyns siði, er heyra dag- heimilum til. Á einu heimil- anna var ávallt lesin borðbæn undan hverri máltíð. Ég hef sjálfur sagt mig úr þjóðkirkj- unni, og hef enga sérstaka trú. Ég vil, að Torkel ráði sjálfur hvort hann tilheyri kirkjunni Framh. á bls. 37. FERÐIR KREFJAST FYRIRIIYGGJF Lesandi góður. Ætlunin var að nota þennan tvídálk til þess aS telja upp allt efni FERÐAHANDBÖKARINNAR, en brátt kom í ljós aS til þess þyrfti miklu meira rými og KefSi síSan öll tæplega dugaS til. í staS svo langrar upptalningar birtum viS því mynd af FERÐAHANDBÖKINNI og því sem henni fylgir og látum nægja aS mmna á, að FERÐAHANDBÖKIN veitir ySur aðstoð við undirbúning ferðalags og á ferðalagi. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.