Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Side 21

Fálkinn - 31.05.1965, Side 21
a hann litla og svarta og karlmannlega dagbók. Um kvöldið eftir að börnin voru fallin í ró, tók hann að færa hetjuskap sinn í letur. „Kæra dagbók,“ byrjaði hann, „ég ætla að gera þig að sérstökum trúnaðarvini mínum. Þess verður ekki langt að bíða að ég deyi úr krabbameini, og Þar sem ég vil ekki láta konuna mína kveljast með mér, þá verð ég að eiga einhvern að. sem ég get sagt hug minn allan.“ Þetta og margt fleira skrifaði hann í bókina, og er á leið gat hann ekki varizt því að skæla ofan á blaðsíðurnar, svo að blekið ataðist út um allt. Hann reif ekki blöðin úr, enda var hann sannfærður um, að svona útlítandi myndi bókin hrífa enn frekar. Það hlaut að vera ólseigt konuhjarta, sem meyrðist ekki við útgrátin skrif af þessu tagi. Inn á milli heilsufarslýsinga laumaði hann athugasemd um það, að fyrir dyrum stæði margháttuð skipulagsbreyting í fyrir- tækinu og ætlunin væri að hann tæki við nýju og þýðing- armiklu starfi í svonefndri Viðskiptadeild. „En kæra dag- bók,“ skrifaði hann, „af þessu getur vitaskuld ekki orðið.“ Hér lét hann eitt tár drjúpa ofan í punktinn, þannig að hann varð töluvert fyrirferðarmeiri en punktar almennt. Síðan bremsaði hann sig af í innblæstrinum, enda orðinn svo grátbólginn að hann neyddist til þess að fara fram á bað og fela sig um stund. Svo upptekinn var hann af sorgar- leik sínum, að hann steingleymdi að fela bókina, á meðan hann skrapp á baðið. Konunni hafði fundizt atferli hans heldur undarlegt og hafði verið að kíkja á hann úr ýmsum áttum. Hún kannaðist ekki við það síðan þau giftu sig, að hann tæki með sér nokkur heimaverkefni eða væri störf- um hlaðinn á neinn hátt. Þess vegna læddist hún inn í stofu, er hún heyrði baðherbergisdyrunum læst, til þess að njósna. Hún kom strax auga á bókina, sem lá opin á horðinu og fór að rýna í hana. Ekki var hún komin langt í lestrinum, er setti að henni æðisgenginn hlátur. Hún tætti í sig hverja setninguna á fætur annarri af kvenlegri grimmd. Þetta var sérkennilegt heimilislíf, börnin sofandi inni í svefnherbergi, faðir þeirra skælandi á baðinu en móðirin í krampahlátri í stofunni. Eftir góða stund kom Þorkell í d.yrnar, og þá sat konan hans í keng í stólnum. Er hún vgpð hans vör, veifaði hún framan í hann bókinni, en kom ekki upp einu orði. Þorkell tók stofuna í einu stökki og þreif af henni bókina. en við það var eins og hún sefaðist he^ldur. {,Þú að deyja,“ stundi hún upp úr sér, en tapaði sér svo á ný. Það tók hana góða stund að komast í samræðu- hapft ástand, og þá sagði hún: „Mér fannst þú eitthvað svo afundinn og einkennilegur í gærkvöldi, að ég hringdi í lækninn þinn í dag, til þess að^ fullvissa mig um að ekkert sérstakt væri að, og hann sagði mér að þú yrðir áreiðanlega eldri en Methusalem." Þorkéll varð eldrauður í framan, ekki svo að skilja að hgnn vildi ekki verða langlífur en grín af þessu tagi þoldi hann ekki. >,Keli minn,“ sagði konan hans og ætlaði að strjúka honum um hárið, en við það tók hann viðbragð og stökk út á mitt gólfið og stóð þar gleiður, eins og hann væri um það bil að hefja fjölbragðaglímu. Augu hans skutu gneist- um og hann var eins og vitstola. j,Þú ert hóra,“ sagði hann til þess að segja eitthvað, en bætti svo við, „nei þú ert ekki hóra, þú ert planta.“ Við þessi orð hans hófst ný hláturskviða. „Ég hata þig, tuskulega nöldurskjóðan þín,“ sagði hann og konan hans hætti að hlæja, en var staðin upp og hafði fært sig út að glugganum. „Ég var ekki tuska, þegar þú varst að ginna mig til þess að giftast þér með alls kyns fagurgala um launahækkanir Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.