Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Qupperneq 24

Fálkinn - 31.05.1965, Qupperneq 24
Þó ekki sé að finna svo mikið grænum, og er í því tilfellinu gull á íslandi, að kostnaði svarí’, því líkast að hann sé fylltur að vinna það, er landið ríkt með steingerðum mosa. Næstur af ýmsum steinum, sem hik- • ópalsteininum, kemur jaspisinn, laust má telja til eðalsteina, en hann er til í mörgum litum, enda vel notfærir til skartgripa en mun einna algengastur gerðar. - rauðum litbrigðum. Sá steinn sem mest er notað- ur í skartgripi hérlendis, er Að sjálfsögðu er um fleiri ópal, en hann er hægt að finna, steintegundir að ræða, en ekki meðal annars í glærum lit og er ég svo kunnugur þessum málum að ég treystist til að hafa þar orð um. Fyrir sjö til tíu árum var fyrst farið að nota íslenzka steina í skartgripi að ráði, og hefur framleiðslan farið vax- andi, sakir aukinnar eftirspurn- ar. íslenzkir og ei'lendir kunna núorðið að meta þessa fögru steina, og er það vel. GREIN: RAGNAR LÁR. MYNDIR: BERGÞÓR SIGURÐSSON Ýmsir staðir í landinu eru orðnir frægir vegna steina sem þar finnast, og mætti sem dæmi nefna Glerhallarvík, sem flest- ir landsmenn vita einhver deili á. Og gangir þú um þjóðveginn, líður vart á löngu, þar til þú finnur stein, sem ber af öðrum, sem er litskrúðugri en gengur og gerist um steina, hverra ætt getur af aðli talist. Og Reykvikingar þui'fa ekki að fara langt til að finna til dæmis jaspis en af honum er talsvert í fjöi-um og fellum í nágrenni boi’garinnar. Hitt er svo annað mál, hversu fundvís þú ert, og hversu þolin- móður að leita, eða hversu mikinn áhuga þú hefur á því. Ófáir hafa áhuga fyrir steina- söfnun, enda er það skemmti- leg tómstundagrein, og gefur tækifæri til ferðalaga og ferða- lögum tilgang ... svona er lífs- ins hringrás. Og nú er meiningin að segja ykkur, lesendur góðir, stutta sögu; en byrja skal á, að biðja afsökunar á því, að frásögnin er í fyrstu persónu: Þegar ég var í vegavinnu hjá Jónasi í Stardal, bjó vega- vinnuflokkurinn um tíma í tjöldum undir einni af hlíðum Esjunnar. Nánar til tekið var staðurinn undir einu af fellum þeim sem ganga út frá Esju, en ekki get ég farið nánar út í staðai'lýsingar, þar sem ég hef ekki leyfi til að ljóstra staðnum upp enda um hálf- gert leyndarmál að ræða. Þar sem aldrei var unnin eftirvinna hjá Jónasi, (og þótti kostur, en ekki ókostur, eins og nú), áttum við kvöldin sjálf- ir og notuðum þaú hver á sinn hátt. Við vorum tveir ungling- ar í hópnum og gerðum það okkur til dundurs á kvöldin að ganga um nágrennið. Og ein- mitt í einni slíki’i gönguferð fundum við grænan jaspisstein, uppi á fellinu ofan við tjöldin, og varð þessi fundur til þess að við fórum að líta betur í kringum okkur. Og áður en langt um leið, ‘vorum við búnir að tína alla vasa fulla af marg- litum jaspissteinum. Við nán- ari leit, komumst við að raun um að framan í fellinu voru lög af þessum fallegu steinum og mátti brjóta úr þeim með sæmilegum verkfærum. Upp á þetta fell gengum við síðan alloft, og söfnuðum stein- um og áttum orðið álitlegt safn jaspissteina. Ekki veit ég hvað vai'ð um steina félaga míns, okkar leið- ir skildu að lokinni vegavinn- unni og hafa ekki legið saman síðan, en mínir steinar fóru í mosaikmyndagerð og eru því dreifðir út um hvippinn og hvappinn. ►

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.