Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 33
„ÉG VEIT EKKI“ ÉG minnist kvölds nokkurs fyrir fáum árum, er Nýja Bíó sýndi mynd, sem nú er löngu orðin Þjóðsaga í okkar munni eins og annarra — Hiroshima, mon amour. Tveir stráklingar úr fram- haldsskóla voru á leið til að sjá myndina og ræddu um hana meðan beðið var eftir að hleypt yrði inn. „Hún er víst andskoti klár, þau eru víst meira og minna strípuð í rúm- inu allan tímann, maður,“ Svo fóru þeir inn og andlitin ljómuðu af ákafa, það lá við að þeir sleiktu út um. Ég sá þá aftur, er þeir komu út. Andlitin voru eins og þau hefðu verið tjörguð og fiðruð og síðan skafin við þjáningu svo allt svipmót var óskýrt og útvatnað. En það var þó enn bjarmi í augunum. Við dyrnar vék sér að þeim maður og spurði: „er þetta góð mynd, strákar.“ — „Ég veit ekki,“ var svarið, svo liðu þeir eins og svefnenglar út í rökkr- ið. Ég man líka eftir stúlku einni, er hafði séð myndina utanlands og gat vart á heilli sér tekið, er hún frétti, að fyrir dyrum stæðu sýningar á henni hérlendis. Síðast, þegar ég spurði hana um myndina, hafði hún séð hana fjórum sinnum. Ég spurði hana líka, um hvað henni fynd- izt myndin helzt fjalla, og svarið var „ég veit það ekki.“ Ég spurði hana enn: „Hvers vegna sækirðu þá svona óskap- lega eftir henni?“ — og svarið var: „ég veit það ekki.“ Nú finnst mér varla við að búast, að þið vitið, hvað ég er eð fara með þessari frásögn, og er því réttast að ég fari að koma að efninu. Flest ykkar munu kannast við nöfnin Ingmar Bergman, Alain Resnais, Michelangelo Antonioni, Luis Bunuel, svo ör- fá nöfn séu nefnd, sem þessu máli koma við. Flest ykkar munu þá jafn- framt kannast við kvikmyndir, sem bera nöfnin: Sjöunda inn- siglið, Fyrir ári í Marienbad, Ævintýrið, Viridiana — og geta enn nefnt það, sem flestir kvik- myndaunnendur þekkja og hér hefur verið sýnt eða er á leið- inni. Hvað kemur ykkur fyrst í hug, er þið hugleiðið þessi nöfn? Ég spurði vísan mann þeirr- ar spurningar fyrir skömmu og hann sagði: Ingmar Bergman — „kynærður mannhatari,“ Alain Resnais — „maður, sem notar ósköpin öll af filmu til að segja ósköp lítið,“ Michel- angelo Antonioni — „einn mannhatarinn enn,“ Luis Bunu- el — „veltir sér upp úr þeim saur, sem sjúkur hugur hans framleiðir.“ Penelope Houston segir þetta á annan hátt: „Kvikmynd eftir Bunúel er eins og hreint alkó- hól, sem hellt er i opið sár, nístandi, brennandi shock-lækn- ing.“ „Ég veit það ekki,“ sagði fólkið, sem ég minntist á fyrr. Og lái bví hver. sem vill. Sú öld er að miklu liðin, er kvikmyndirnar voru þannig uppbyggðar," að strákur varð hrifinn af stelpu, stelpan var hrifin af öðrum strák, fyrri strákurinn sló þann seinni nið- ur, stelpunni snerist hugur — og þau áttu börn og buru.“ Tími einfaldleikans, þess ein- faldleika, sem býr í einföld- um söguþræði sögðum með einföldum hætti, er ekki aðalsmerki kvikmyndalistarinn- ar um þessar mundir. Meistarar listarinnar hyggja meira að þeirh heildaráhrifum sem eftir sitja, en einfaldri, augljósri myndbyggingu, hvers- dagslegum, línubeinum sögu- þræði. í stað þess að fella smíði sína að smekk fjöldans, að skilningi hans (sem alinn hefur verið á hrámeti og þunnildum), að við- teknum venjum og venjuvið- brögðum, bjóða þeir skoðand- anum að skyggnast bak við tjöldin, kanna láfilstigu, skoða veröldina — og eigin sál — „innan frá.“ Margar bækur hafa v«rið ritaðar um „þessa afglapa, sem þykjast þess umkomnir að um- skapa kvikmyndaiðnaðinn og ala upp nýja kynslóð kvik- myndaskoðenda." — Einnig Framh. á bls. 42. Nýkomnir Margar gerðir — Glæsilegt úrval. SKÓVERZLUN PétufA tfhdi'éAJcnar FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.