Fálkinn - 31.05.1965, Page 41
HUGLEIÐINGAR
5. HLUTI
HJÓNABANDÍÐ
HJIJ8KAPARBR0T
Engar tölur liggja fyrir urn
það hve algeng hjúskapar-
brot eru á íslandi. En fjölgun
hjónaskilnaða og vitneskja sem
okkur hefur borizt um hegðan
fólks í löndum þar sem viðhorf
manna eru a. m. k. svipuð þeim
sem móta afstöðu manna í þess-
um efnum hér á landi gefa til
kynna að þau séu algengari
en menn hefðu kannski haldið
að óathuguðu máli — og fær-
ist í aukana.
Athuganir Kinseys á kyn-
hegðan bandarískra karla og
kvenna leiddu til þeirrar nið-
urstöðu að um það bil helming-
ur karlmannanna og 6—25%
kvennanna (mismunandi eftir
aldri) hefðu átt kynmök utan
hjónabandsins.
Komist makinn að því að
hjúskaparbrot hafi átt sér stað
getur hann krafizt þess að
hjónabandið verði leyst upp
með dómi. Á Norðurlöndum
hafa menn verið að hallast að
þeirri skoðun að einstök hjú-
skaparbrot ættu ekki að vera
nægileg ástæða til að slíta
hjónabandinu. Samkvæmt þess-
ari skoðun sem m. a. kom fram
í áliti þeirrar nefndar sem end-
Urskoðaði dönsku hjúskapar-
lögin á mönnum að leyfast að
hrasa án þess að það hljóti að
hafa skilnað í för með sér, en
það er að sjálfsögðu ekki gert
ráð fyrir varanlegum tengslum
utan hjónabandsins.
Þessi skoðun byggist á þeirri
vitneskju að það hjónanna sem
brotið er gegn (og það er oftast
eiginkonan) telur sér nærri
því skylt vegna sjálfsvirðingar
sinnar að heimta skilnað. En
þegar hún er orðin ein, sér
hún eftir því.
Hins vegar geta lagaákvæði
auðvitað ekki komið í veg
fyrir að eitt lítið víxlspor eyði-
leggi hjónabandið. Mörgum er
hjónabandið annaðhvort allt
eða ekkert.
Það er hægt að deila um það
hvort þessi afstaða sé rétt, en
hitt skiptir meginmáli að það
er margt fólk sem getur ekki
hugsað sér að búa áfram í
hjónabandi vitandi það að
maki þess hefur einhvern tím-
ann verið því ótrúr. Hver verð-
ur að gera þetta upp við sjálf-
an sig og jafnframt gera sér
ljóst hvort hann (eða hún) get-
ur unað innan marka hjóna-
bandsins. Sé niðurstaðan nei-
kvæð, er nauðsynlegt að menn
geri sér Ijósa áhættuna.
Eiginlega á sama reglan við
um framhjátökur og hjóna-
bandið sjálft: Menn eiga ekki
að hætta út á þá braut nema
þeir geti ekki hjá því komizt.
Samvizkubitið ásækir þann
sem ekki hefur hugsað sig
vel um, og fátt er aumkunar-
verðara en hinn „iðrandi eigin-
maður“. Hann þarf að létta á
samvizkunni, segja konunni
alla söguna. Ef menn iðrast,
þá ættu þeir að láta sér nægja
að ákveða að forðast freisting-
arnar framvegis og hafa vit á
því að þegja.
Það fólk er líka til sem hefur
sanna ánægju af því að játa
víxlspor sín fyrir makanum.
Slíkar játningar geta bæði ver-
ið fáfengilegt gort og hefnd fyr-
ir eitthvað sem það telur að
hafi verið gert á hlut sinn.
FERÐAHANDBOKIN ‘6J
Út er komin fjórða útgáfa
Ferðahandbókarinnar, 216 les-
málssíður, ásamt fylgiritinu
Gönguleiðir eftir Sigurjón Rist
og Shell vegakorti.
Fálkinn hafði tal af ritstjór-
um Ferðahandbókarinnar, Ör-
lygi Hálfdanarsyni og Erni
Marinóssyni, og sögðu þeir, að
er Ferðahandbókin kom fyrst
út á vegum hótel Bifrastar árið
1960 hafi henni verið mjög vel
tekið og seldist hún upp á ör-
skömmum tíma. Önnur útgáfa
kom árið 1961 og þriðja útgáfa
1964, en þá tóku Örlygur og
Örn við útgáfunni.
Allmiklar breytingar og end-
urbætur hafa verið gerðar á
Ferðahandbókinni í ár. Vega-
kortið er nýtt, enda framfarirn-
ar svo örar í landinu, að á
hverju ári eru opnaðir nýir
vegakaflar. Á síðasta vegakorti
var t. d. ekki merktur vegur-
inn fyrir Ólafsvíkurenni og Bú-
landshöfða og á næsta ári má
búast við að kominn verði veg-
ur gegnum Stráka. Þannig virð-
ist vera þörf fyrir endurskoð-
aða ferðahandbók á hverju ári
likt og vasabækur. Þess má
geta, að kaflinn um Bifreiða-
slóðir á miðhálendinu eftir
Sigurjón Rist, hefur verið
endurskoðaður og gert nýtt
miðhálendiskort, þar sem veg-
um er skipt niður í 5 mismun-
andi flokka.
Þá hefur leiðarlýsingum um
Vesturland og Austurland,
ásamt kortum, verið breytt.
Vegamótakort er af nýrri gerð,
og nú er í bókinni gistihúsa-
skrá, þar sem eru m. a. upp-
lýsingar um fjölda herbergja,
stærð þeirra, sætafjölda í mat-
sal o. fl. Þá er að finna í bók-
inni reglur um hreindýraveið-
ar, friðUnartíma fugla o. m. fl.
Flestar auglýsingar gefa fræð-
andi upplýsingar og er vísað
sérstaklega til þeirra í efnis-
yfirlitinu, sem er flokkað
eftir stafrófsröð; Aðvörunar-
orð, Áttaviti, Bankar, Bátar,
Benzín og gas o. s. frv.
í kaflanum Kaupstaðir •—•
kauptún eru margar skemmti*
legar teikningar eftir Ragnar
Lár.
Örn Marinósson og Örlygur Hálfdanarson.
FALKINN
41