Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 8

Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 8
„TÓIVLEIKARNIR” HJÁ MUSICA NOVA Charlotte Moormann. Það tók hana góða stund að koma sér fyrir og raða upp alls kyns dóti í kringum sig. Hún batt svart teygjuband yfir hálsinn á celló- inu og strauk síðan strengi hljóðfærisins, en inn á milli rauk hún í tækin, sem gáfu frá sér ýmiss konar radíóhljóð. Hún bað um sigarettu og not- aði hana til að sprengja eina blöðru, en aðra blöðru sprengdi hún á milli handanna. Enn- fremur blés hún í flautur, sem hún hirti af gólfinu. í næsta verki kom Paik ung- frúnni til aðstoðar. Hann fletti nótnablöðum fyrir hana af mikilli nákvæmni á meðan hún strauk strengi cellósins, blés í flautur, lamdi í alls konar dót og opnaði og lokaði fyrir segul- bandstækin. Hún tók lausan trommuhlemm og lét hann Paik makar grjónum í froðuna á andliti sínu. Áheyrendur fengu einnig grjónagusu yfir sig. Ungfrú Charlotte Moor- mann leikur á celló. Paik stendur lengst til hægri og virðist slappa af. svífa yfir senuna, kom þá áhrifaríkur skellur. Allt í einu kallar hún upp yfir sig: Movie! Slokkna þá ljósin að hálfu og kvikmynd birtist á tjaldinu fyrir aftan hana. Á tjaldinu komu myndir af henni sjálfri, þar sem hún var að leika sama verk og hún var að flytja. Paik færði sig nú smám saman úr milliskyrtu og nær- skyrtu, en bindið hékk eitt eftir framan á beru brjóstinu. Ungfrúin sló kropp hans með flötum lófa á milli cellóstroka og annarra hljóða. Undir lokin tók hún hamar upp af gólfinu og braut gler á fallegri lands- lagsmynd, sem var á gólfinu fyrir aftan hana. Paik settist nú við píanóið og sló nokkrar nótur með löng- um þögnum á milli — svo löngum, að hann settist við og við út í sal hjá áheyrendum og í eitt skiptið fór hann fram á gang. í næsta atriði tók Paik pappírsstranga og vatt ofan af honum, lagðist síðan á fjórar fætur og deif höfðinu ofan í fötu með blárri litarupplausn og málaði síðan renninginn með rennblautu höfðinu. Að því loknu tók hann renninginn, setti hann um herðar og háls, settist við píanóið og sló nokkr- ar nótur. Um leið og hann stóð upp, leysti hann buxurnar niðrum sig svo skein í beran afturhlutann, settist síðan á stól framarlega á sviðinu og sneri afturendanum fram í sal — situr þannig góða stund og mjakar sér hægt og hægt hálf- hring á stólnum þar til hann snýr orðið að áheyrendum, stendur upp, girðir sig og hneigir sig. Eftir þetta ókyrrðust áheyr- endur og gengu sumir út. í næsta verki lemur hann píanóið enn, stendur upp og makar sig' út í hvítri froðu, leggst á fjóra fætur við bala hálffullan af vatni, stingur höfðinu á kaf nokkrum sinn- um, stendur upp og sezt ofan í balann, fer úr öðrum skónum og buslar í balanum, eys vatni með skónum og drekkur úr honum, gefur frá sér öskur, stígur úr balanum og sezt renn- blautur við píanóið með snuð í munni! Enn kemur ungfrúin, nú í eins konar náttserk, sezt og

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.