Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 17

Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 17
uð, og nú stendur Alþingi and- spænis þeirri staðreynd, að átt hefur sér stað afdrifaríkt „slys“, sem enginn vill bera ábyrgð á. Þetta varnarleysi Alþingis gagnvart villandi upp- lýsingum sérfræðinga er ein- hver ískyggilegasta veilan í fari þess. HÉR er það enganveginn ein- hlítt að fylla Alþingi af lögfræðingum, einsog nú virðist stefnt að, því þeir eru alls ekki öðrum dómbærari um þau mörgu sérfræðilegu efni, sem þingið fjallar um. Það er vitan- lega þörf á miklu fleiri sér- fróðum mönnum á þing, mönn- um úr fleiri stéttum og um- fram allt betur menntuðum mönnum. Greindarvísitala al- þingismanna mun nú vera ein hin lægsta sem um getur á löggjafarsamkundu sjálfstæðs ríkis, þegar frá eru talin frum- stæðustu nýfrjálsu ríki í Áfríku, og er orðið brýnt nauð- synjamál að hefja viðreisnarað- gerðir á þessari söguhelgu stofnun. Um fjármálastjórn Alþingis þarf væntanlega ekki að fara mörgum orðum. Hún er lands- mönnum kunn að endemum, bæði að því er varðar skatta- mál og ýmislegt annað. Má þar t. d. nefna fjárframlög til vega- gerðar. Þar hefur sá háttur ver- ið á hafður, að Alþingi hefur sjálft ákveðið hvernig skipta skuli fjárhæðum milli einstakra hreppa og vegarspotta, og vega- málastjóri síðan orðið að haga sér í samræmi við það! Eitt- hvað mun þó hafa dregið úr þessari fáránlegu hreppapóli- tík eftir kjördæmabreytinguna og vonandi er hún senn úr sögunni. Það sem er kannski ískyggi- legast við starfshætti Alþingis er sú árátta þingmanna að vilja hafa bein afskipti af fram- kvæmdum í stað þess að hafa eftirlit með þeim einsog lög gera ráð fyrir. Þessi tilhneig- ing er satt að segja orðin hrein plága á íslandi og stórhættu- leg lýðræðinu í landinu. Má til sanns vegar færa, að alþingis- menn séu orðnir „hin nýja stétt“ á íslandi, sem deilir með sér í bróðerni embættum og bitlingum, þannig að angar hennar ná brátt inná öll svið þjóðfélagsins, og færir þetta þingmönnum bein áhrif á þjóð- málin sem eru andlýðræðisleg og gera Alþingi að sérréttinda- klíku. Þróunin í átt til hinnar sovézku alríkisfyrirmyndar hef- ur verið svo ör á undanförnum árum, að menn virðast ekki al- mennt gera sér grein fyrir hvað raunverulega er að gerast í ís- lenzku þjóðlífi. AÐ er hrein ósvinna að al- þingismenn skuli troða sjálfum sér í stjórnir allra fyr- irtækja sem tengdar eru ríkinu, bankaráð, útvarpsráð, verk- smiðjustjórnir o. s. frv. Það er gráthlægilegt að í útvarpsráði skuli sitja ritstjórar þriggja helztu stjórnmálablaða lands- ins sem jafnframt eru alþingis- menn, (á liðnu rúmu ári urðu tvö hneyksli í sambandi við pólitískt ofbeldi útvarpsráðs, þegar þeir Þórhallur Vilmund- arson prófessor og Páll Berg- þórsson veðurfræðingur voru gerðir afturreka með erindi sín.) Það er ömurlegt að út- hlutun listamannafjár skuli að verulegu leyti vera í höndum flokkshollra stjórnmálamanna, enda hefur hið pólitíska ger- ræði á þeim vettvangi lengi verið alþjóðarathlægi. Þó er annað siðleysi Alþingis kannski enn viðsjárverðara, nefnilega það að bankastjórar skuli hafa heimild til setu á Alþingi. Hvergi í hinnum sið- menntaða heimi mun slík óhæfa eiga sér stað nema á íslandi, ekki einu sinni í frum- stæðustu ríkjum Suður-Ame- ríku. Það er sennilega órækasti votturinn um íslenzka stjórn- málaspillingu, að við þessari siðvenju hefur ekki verið hrófl- að. Það geigvænlega vald, sem bankastjórum í hverju Þjóð- félagi er fengið í hendur, er svo hættulegt, að ætla mætti að það væri kirfilega skilið frá stjórnmálabaráttunni. Hér er þetta vald beinlínis hagnýtt til pólitískra áhrifa og atkvæða- veiða. Og ekki nóg með það, heldur sitja alþingismenn í bankaráðum flestra banka landsins, og til að kóróna ósóm- ann eiga ráðherrar í ríkisstjórn- inni einnig sæti í bankaráðum! Þetta siðlausa bandalag pen- ingavaldsins við löggjafarvald- ið og stjórnarreksturinn er tví- mælalaust eitt alvarlegasta átu- mein þjóðfélagsins og á stærri þátt í íslenzkri fjármálaspill- ingu en margan grunar. Einn fyrsti liðurinn í þeirri viðleitni að endurreisa virðingu Alþingis ætti að vera sá að ráða bót á þessum ósóma. Skylt þessu en þó enganveg- inn jafn ískyggilegt er að heim- ila sýslumönnum setu á Al- þingi. Það er í lögum að dóm- arar Hæstaréttar og borgar- dómarinn í Reykjavík séu ekki kjörgengir, en hversvegna dóm- urum útá landi er heimilt að bjóða sig fram til þings, er mér hulin ráðgáta. Það horfir vissu- lega einkennilega við, að menn- irnir sem fara með dómsvald- ið útá landsbyggðinni skuli sjálfir eiga þátt í að setja lögin sem þeir dæma eftir. Ég geri ekki ráð fyrir að unnt sé að misnota dómsvaldið í pólitísk- um tilgangi með jafn skefja- lausum hætti og peningavald bankastjóra, en það verður þó að teljast í hæsta máta óviður- lcvæmilegt að dómarar hafi bein afskipti af stjórnmálum. VÍ hefur verið haldið fram, að aukinn fréttaflutningur dagblaða og þó einkum útvarps af þingstörfum (sem er löngu orðinn plága) veiti alþingis- mönnum nauðsynlegt aðhald, en þar er um hreina blekk- ingu að ræða. Sönnu nær er að hinn sífelldi og umfangsmikli fréttaflutningur sé á góðum vegi með að gera Alþingi að vettvangi lýðskrumara. Allt sem sagt er og gert á Alþingi miðast við, að það nái eyrum kjósenda; málin eru ekki rædd á sínum eigin forsendum eða útfrá sjónarmiðum heilbrigðr- ar skynsemi, heldur fyrst og fremst með tilliti til hugsan- legrar atkvæðaöflunar. Góð dæmi um þetta gegndarlausa lýðskrum voru tillögur sem fram komu á Alþingi í vetur um að reisa háskóla á Akureyri og menntaskóla á Eiðum og ísafirði. Þessar tillögur voru bornar fram til að þóknast ákveðnum hópum kjósenda án alls tillits til þess, hvort þær væru ráðlegar eða framkvæm- anlegar. Þær voru mælskur vottur þess, hvernig pólitík og tilfinningum er blandað í öll Framh. á bls. 42. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.