Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Síða 18

Fálkinn - 08.06.1965, Síða 18
aiívAn m Þau eru bæði nítján ára. Þau hafa hitzt nokkrum sinnum og stundum rabbað saman, en lengra hefur það ekki gengið, og hvorugt þeirra veit, hvort hinn aðilinn hefur áhuga á að það samband þróist. En í kvöld er föstudagskvöld, þau eru bæði ein, og ef til vill kann eitthvað að gerast. Þau sitja í sitt hvoru horninu í Venezia kaffihúsinu og vita um nærveru hvort annars, þau sitja út af fyrir sig og hugsa hvort um annað. Stúlkan er lávaxin, grannleit, dökk, brúnt hár hennar ligg- ur sem í óreiðu fram á ennið, augnatillitið lýsir ótta — eins og henni finnist sér veitt eftirför — en það gerir hana eigi að síður aðlaðandi. Ef til vill eru augun eilítið og stór, en á móti er munnurinn fagurlega lagaður, varirnar mjúkar og eggjandi. Fingur hennar eru á stöðugri hreyfingu, hvort held- ur hún handfjallar sígarettu, hringinn á baugfingri hægri handar, eða kúlupenna, sem látlaust er dinglað í borðið. Negl- urnar eru eins vel nagaðar og tönnunum er mögulegt. Hún situr alein í öðrum enda Venezia kaffihússins, og þótt hugurinn sé algerlega bundinn við unga manninn, er situr í hinum enda salarins og teflir skák, þá er það aðeins örfáum sinnum að hún rennir til hans augum. Hún reynir að leyna hinum sterka áhuga sínum. Hún vonar leynt, að hann hafi tekið eftir henni, og að hann muni koma til hennar og rabba við hana, þegar skákinni er lokið, en um leið er hún fullkom- lega viss um, að hún muni alls ekki þora að takast á hendur að vera hið leiðandi afl. Gerði hún það, mundi hann aðeins líta á hana sem auðvelda bráð. Það er margt um manninn þarna í kvöld, mikið um skóla- fólk, er smám saman hefur yfirtekið hlutverk hinna gömlu, fyrrverandi fastagesta, en auk þess eru þarna nokkrir stúdent- ar og ungir menn hátt á þrítugsaldri. Eins og venjulega er þarna meira af drengjum en stúlkum, en við einstaka borð eru eingöngu stúlkur, og á víð og dreif sitja einmana stúlkur, er bíða eftir vinum sínum. Á þrem mismunandi borðum er tefld skák, við önnur borð eiga sér stað djúpvitrar samræður, eða menn halla sér einfaldlega aftur á bak í sætum sínum og fylgjast með öðrum gestum hússins. Innst inni í horni salarins hvæsir espresso-vélin og þeytir úr sér espresso-kaffi og frauð- mjólk, með tilheyrandi hávaða og gufumekki. Stúlkan þekkir marga drengjanna, en fleiri af stúlkunum. Það var einu sinni — en þó aðeins eina viku — að hún vann hér sem þjónustustúlka. Hún hafði þá nýlega sagt upp starfi og hafði ekki enn fundið það næsta. Nú vinnur hún niðri í bænum — sem einkaritari, og kemur hingað á Venezia aðeins þrisvar- fjórum sinnum í viku. Hún kemur næstum alltaf ein, en ef hana langar til, þá getur hún auðveldlega fengið einhvern drengjanna til að fylgja sér heim. í kvöld eru þeir hinsvegar aðeins vandamál. Hún vildi Þau sitja í sitt hvoru horni kaffihússins. — Hugur hennar leitar til hans — hugur hans til hennar. ÞaS er föstudagskvöld, þau eru bœði ein, og ef til vill kann eitthvaS aS gerast. — Þau eru bœði nítján ára. mjög gjarnan ná í þann, er teflir skák hinum megin í salnum, en hún vill heldur ekki móðga þá er hún þegar þekkir. Þegar einhver þeirra stanzar við borð hennar til að rabba við hana reynir hún að vera svo kurteis sem hún mögulega getur, en gefur einnig í skyn, að hún sé að bíða eftir „einhverjum“. Nokkrir drengjanna bera svo lítið skyn á vandamál hennar, að þeir vilja endilega setjast við borðið. Þeir ýmist þekkja hana, eða hafa heyrt um hana og vilja gjarnan rabba aðeins við hana — í von um að komast í rúmið hjá henni. Stúlkan veit mætavel, að meðal gestanna í Venezia ganga sögur af henni, en hún getur auðvitað ekkert gert við því. Það þarf enginn að segja henni, hvernig strákarnir tala um hana. Hún veit það upp á hár. Hún getur einfaldlega séð það á því, hvernig gjörókunnugir piltar nálgast borðið og hefja hispurs- lausar samræður um kynlíf við hana. Allt sem sagt er um hana er bæði rétt og rangt. Það er rétt að hún er ekki lengur hrein mey, og hún hefur daðrað við fleiri drengi hér en hún kærir sig um að muna, en hún hefur aðeins legið með tveim. Það eru ef til vill þessir tveir, sem komið hafa slúðursögunum af stað, en hún vill helzt ekki trúa því. Það getur einnig verið, að það séu hinir, þeir óheppnu er hafa búið þessar fölsku sögur til. Hún óskaði þess að vita hver strákanna það var, sem laug um hana, en innst inni veit hún vel, að það skiptir í raun ekki svo miklu máli, því hún getur ekkert við því gert. Um eitt er hún þó viss, og það er, að svo lengi sem hún hagar sér ekki eftir sögu- sögnunum er allt í lagi. Hún er að vísu ekki lengur jómfrú, og fyrir nokkrum árum síðan var hún fastákveðin í að vera það fram að giftingu, en nú hefur hún engan áhuga á því. Hún er viss um að hinn líkamlegi meydómur er í rauninni aðeins skálkaskjól. En þegar hún er þreytt og liggur ein í rúmi sínu, er hún örlítið hrædd um, að ef til vill muni hún enda sem lítill farfugl, eins og strákarnir hafa logið um hana. Þá finnst henni hún vera veiklynd, veiklynd vegna einmanaleika síns og áleitni drengjanna. Hún gýtur augunum aftur í áttina til drengsins. Hann situr djúpt niðursokkinn í skák sína, en það eru ekki margir menn eftir á taflborðinu, svo ekki getur liðið á löngu, áður en skákinni lýkur. Hún veltir fyrir sér, hvort hann hafi tekið eftir henni, og hvort hann muni koma til hennar, þegar taflið er búið. Hann virðist örlítið feiminn, en þau hafa talað saman áður, svo það kann vel að vera, að hann komi. í bjarma kertaljóssins virðist andlit hans fíngert og viðkunnanlegt. Skyldi hann hafa heyrt hvað hinir segja um hana — ? Ef svo er, þá hefur hann eflaust áhuga á henni. Þó aðeins væri af kynferðislegum ástæðum, þá er það strax betra en ekki. Hvað skyldi hann hugsa? Það er að segja, ef hann hefur tekið eftir henni frá hinum enda salarins. Drengurinn tapar skákinni. Hann hefur ekki getað einbeitt sér í kvöld, og keppinauturinn, sem hann annars var vanur að vinna, gat innikróað hann í einu horninu. Það sem dreifir huga hans, er stúlkan hinum megin í salnum, og það hefur hún gert síðan hann kom og sá hana sitja eina við borðið. Hann ætlaði eiginlega ekki að tefla, aðeins að fá sér sæti meðal kunningja og safna kjarki til að ganga til hennar og tala við hana, en áður en hann vissi af, var hann byrjaður á skákinni. Nú neyðist hann til að tefla áfram, áður en hann getur gengið yfir til hennar. Drengurinn er ekki eins hár og flestir aðrir. Eins lengi og 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.