Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Síða 20

Fálkinn - 08.06.1965, Síða 20
DONSKU IMAK GÚMMÍHANZKARNIR RYÐJA SÉR BRAUT. ÞEIR, SEM HAFA NOTAÐ IMAK VILJA EKKI ANNAÐ. - IMAK ÁVALLT MJÚKIR OG LIPRIR, LÉTTA STÖRFIN. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ KAUPA IMAK. - FÆST í 6 MISMUNANDI EERÐUM. Heildverzlun AIMDRÉSAR GUÐMASOIVIAR HVERFISGOTU 72. - SIMAR 16230, 20540. hann vanmáttarkennd, og hann er að því kominn að gefa allt upp á bátinn. En hann ætlar að tala við hana. Ef hún í rauninni er svona léttlynd, eins og allir segja, þá hlýtur hún að leggjast með honum. Hún tekur eftir því að hann stendur á fætur og það er sem eitthvað bærist í brjósti hennar. Komdu nú, biður hún í hljóði, komdu til mín! Þá verður hún vör við að hann stefnir beint til hennar, og hún lítur eldsnöggt niður á borðið og fingur hennar leika að tómum kaffibolla á borðinu. Óstyrk höndin læsist um undirskálina. Hann er fínn strákur, hugsar hún. Ef hann gefur mér tæki- færi, getum við haft það gott saman. Hann er hvorki grobb- inn né illgjarn, hann umgengst mig ekki eins og léttúðardrós, hann lítur ekki niður á mig, og hann sækist ekki eingöngu eftir líkama mínum. Vona ég. Ef það er rétt hjá mér, þá verð ég aldrei framar einmana. Þá getur verið, að ég gleymi þessu með stjúpa minn. Ég get þurrkað út í einu vetfangi allt, sem mamma hefur gert í móti mér. Ég get gleymt strák- unum í skólanum, sem vildu aðeins „fá mig“, þá mun heim- urinn aldrei líta út í augum mínum sem stór eyðimörk. Hjá honum verð ég aldrei hrædd. En í sama augnabliki býst hún við vonbrigðum. O, jæja, segir hún með sjálfri sér, hann er mér svo sem ekki neins virði. Ég get notað hann til þess, sem hann verður notaður til ég get ímyndað mér að ég sé um- lukin hinni miklu ást, síðan get ég rekið hann út úr rúminu og gleymt honum. Eða ég get þá leyft honum örlítið, hann fær að kyssa mig og strjúka, þar sem hinir fá ekki, og svo get ég sent hann heim. Það er í öllu falli skárra að láta snerta sig lítið, en ekki neitt, og aðeins það að vera saman með mann- eskju. hversu ruddalegt sem það getur orðið, er betra en að vera ekki með neinum. Hún bíður, unz hún finnur, að hann stendur andspænis henni við borðið, þá lítur hún upp og brosir fyrirfram undir- búnu brosi En hann horfir í aðra átt. Komdu nú, óskar hún. Þú mátt ekki fara til einhverrar annarrar! Þá snýr hann sér við og lítur á hana, en hún finnur að bros hennar er stirðnað, og hún er viss um að hún lítur hörmulega út. Hún hlær að mér, hugsar hann. Hún hefur séð mig ganga alla leiðina gegnum salinn og hlær að mér. Eða er það ekki? Ætti ég að snúa við og ganga fram á herrasalernið? Ég get að minnsta kosti ekki staðið hér kyrr, án þess að hafa ákveð- 20 FÁLKINN inn stað til að fara til. Það horfa allir á mig, þeir hafa séð að ég hef gert vitleysu og nú hlæja þeir. Nei, hugsar hann, hún glottir að minnsta kosti ekki. Hún er ef til vill dálítið skrýtin á svipinn, en hún glottir ekki við mér. Hún vill gjarnan að ég setjist niður og rabbi við hana. Það veit ég. Drengurinn talar við stúlkuna um daginn og veginn, þetta hversdagslega og venjulega, og hún svarar honum á sama hátt. Þau verða þess bæði vör, hversu innantómt orðagjálfur þessar samræður þeirra eru. Hann spyr hvort hann megi tylla sér við borð hennar, og hún er svo skjót í svörum, að orðin eiga erfitt með að komast rétta boðleið, hann stamar einnig á orð- unum, en hvorugt þeirra sér hið broslega við það, til þess eru tilfinningar þeirra of sterkar. Hann tyllir sér á stólbrúnina andspænis henni við borðið. Þau ræða um einskis nýta hluti og reyna bæði að brjóta múr kurteisinnar, er hvílir á þeim af ógnarþunga, þau þyrstir eftir náinni snertingu. Þjónustustúlkan kemur að borðinu, og drengurinn pantar kaffi handa sér en þegar hann sér, að bolli stúlkunar er tómur, spyr hann, hvort hún vilji ekki meira, og pantar einnig kaffi handa henni. Á öðrum stað í salnum uppgötvar piltur nokkur að stúlkan er upptekin, og hann krossbölvar sjálfum sér, fyrir að hafa ekki verið nógu fljótur. Stúlkukindin hefur setið þarna og beðið eftir að einhver kæmi og settist hjá henni, og ekki var hann svo sem verri en þessi náungi með góðlega andlitið, er sat þar nú. Öll þrjú skákborðin eru í notkun, og kaffivélin gusar úr sér espresso-kaffinu endalaust. Allan tímann eru stúlkur að koma og fara. Stúlkan situr nú og segir drengnum frá barnæsku sinni, frá móður sinni og stjúpa. Hún segir minna um stjúpann. Hún segir drengnum, að æskan hafi verið henni mikil kvöl, nú sé hún farin að heiman og hafi leigt sér eigin íbúð, og þegar drengurinn heyrir það magnast vonir hans. í ofboði reynir hann að finna leið til að verða boðið heim til hennar, og fyrir hugskotsjónum sér hann atburðarásina. Hann horfir á hana og reynir af mætti að standast þá freistingu að líta á brjóst hennar, en hann getur séð þau. Hún er að vísu nokkuð grönn, en brjóstin eru fallega löguð, og hann veltir því fyrir sér, hvort nokkuð sé ,óekta“ við þau. Hann horfir stjörfum augum á andlit hennar, en hann sér í rauninni ekki neitt, hann sér að minnsta kosti aðeins ógreinilega andlitsdrætti, er á einhvern hátt segja honum blíðlega og rólega frá einhverju, er þeir hafa upplifað, en hann heyrir einnig, að röddin ætlar við og við að bresta. Hann tekur eftir hvernig hendur hennar leika um kaffibollann, meðan varirnar móta þau orð, er hún sendir honum yfir borðið. Hann ímyndar sér, að heitar, mjúk- ar varir hennar þrýstist að sínum, og hann verður gripinn löngun til að kyssa hana. Það verður í nótt, hugsar hann. í nótt, eða aldrei! Meðan stúlkan segir frá, er sem hún líti inn á við, eins og hún sjái þá hluti, er hún er að segja frá, en skyndilega hætta hugsanir hennar, og hún er á ný stödd í kaffihúsinu, hjá drengnum, sem flytur augnatillit sitt eldsnöggt af brjóstum hennar. Hann þráir mig, hugsar hún, í senn hamingjusöm og Framh á bls. 30. COXSIJL CORTINA bálalciga ■nagniisar skipliolti 21 síniar: 21190 - 21185 Haukur (juim^dÁMw HEIMASÍMI 21037

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.