Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 21
Fyrir skömmu varð blaðamaður Fálkans þess aðnjótandi
að vera farþegi í hringflugi yfir Reykjavík og nágrenni.
Farkosturinn var ein af nýjustu flugvélum Þyts, glæsileg
tveggja hreyfla vél af Piper gerð. Fyrsta myndin sem fylgir
þessum línum er af samferðamönnum hlaðamannsins, þar
sem þeir bíða eftir flugmanninum í anddyri flugskýlis
Þyts.
Fjórða myndin er svo tekin yfir Hafnarfjörð og sér á Vífils-
fell í haksýn. Ákveðið hafði verið að vera á lofti í hálftíma og
þar sem nægur tími var eftir, var samþykkt að halda á Skaga.
Á leiðinni þangað flugum við yfir Seltjarnames, en þá var
fimmta myndin tekin og sýnir hún nýbyggingar á nesinu. í
baksýn sést Reykjavíkurhöfn, Viðey og fjærst má greina Mos-
fellssveitarfjöllin.
Þegar flugmaðurinn, Gunnar Guðjónsson var mættur, var
þess ekki langt að bíða að vélin hæfi sig til flugs, og var
stefnan tekin upp í Mosfellssveit, og er mynd númer tvö
tekin yfir hluta sveitarinnar. Glöggt má sjá hve þéttbýlt er
orðið þarna. Þegar við höfðum flogið hring um sveitina, var
stefnan tekin til Kópavogs, og er þriðja myndin tekin yfir
Kársnesið.
Sjötta myndin er tekin þegar við vorum staddir utan við
Skipaskaga og sér upp eftir honum. Akranes er orðinn myndar-
legur hær, enda vel í sveit settur. Akrafjall trónar í baksýn,
sterkur bakvörður og traustur, með öll sín veiðibjöllulireiður,
scm orðið hafa bitbein eggtínunga og landeigenda sem al-
kunna er. LENDINGIN GEKK AÐ OSKUM,“ eins og þar
stendur.