Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 27
VERÐLAIINAGETRAUNIM
TILHÖGUN VERÐLAUNA-
GETRAUNARINNAR
★ Verðlaunagetraun Fálkans, sem
hófst í 18. tölublaði og lýkur
mánudaginn 28. júní er í senn
stórglæsileg og spennandi.
★ í hverju blaði verður birt mynd
af íslenzkum leikara í hlutverki
og eiga lesendur að ráða af mynd-
inni hvaða leikrit er um að ræða.
Til að gera getraunina auðveld-
ari, eru talin upp þrjú leikrit og
er eitt af þeim hið rétta svar.
★ Dregnir verða út þrír glæsilegir
vinningar.
1. vinningur: 15 daga ferð til Costa
Brava á Spáni fyrir tvo á vegum
Ferðaskrifstofunnar Sögu. Flogið
til Kaupmannahafnar og heim
aftur með Flugfélagi íslands. Ferð-
in stendur frá 6.—20. september.
Fæði og hótelherbergi er að sjálf-
sögðu innifalið.
2. vinningur: Ferð fyrir einn með
Gullfossi til Kaupmannahafnar og
heim aftur með viðkomu í Leith.
Farið héðan 18. september og
komið til Reykjavíkur 30 septem-
ber. Fæði og þjónusta innifalið.
3. vinningur: Flugferð fyrir einn tii
London og heim aftur með Flug-
félagi íslands á tímabilinu októ-
ber—nóvember í haust.
ekki haft hugann við grasið, og
hár hennar féll gullbjart og
hrokkið að höfðinu. Pudge var
í leikgrindinni sinni. Hann henti
einhverju upp og niður eins og
bolta.
Tracey hélt á lofti silfur
krabbagaffli, sem var á stærð
við hlújárn. Ég hef verið að
vinna í blómabeðunum í allan
dag, sagði hún. Neglur hennar
voru langar, mjög langar og eld-
rauðar. Það er erfiðisvinna að
reyta illgresi, sagði hún, og ég
sagði, það yrði auðveldara ef
þú klipptir á þér neglurnar. Hún
setti stút á fallegar rauðar var-
irnar. Elskan, sagði hún, þú vilt
þó ekki, að ég verði að hreinni
druslu, er það?
Pudge rak upp háan, fiflalegan
hlátur. Hann hentist um í leik-
grindinni og barði í þennan hlut.
Það var alls ekki bolti. Það var
mannshöfuð. Á höfðinu var stórt
nef og sítt hár, sem flaksaðist
upp og niður við hverja dýfu.
Hann fann það einhvers staðar,
sagði Traeey. Er hann ekki sæt-
ur?
Ég renndi sláttuvélinni fram
og aftur. Hún var með hvita
hjólbarða, gljáandi höggdeyfa
og framljós. Það er fáránlegt,
sagði ég, því hverjum dettur i
hug að slá blettinn á sunnudags-
kvöldum?
Ég ætla inn, sagði Traeey.
Það er að verða kalt. Hvar er
Bets? Bets! Komdu til mömmu
eiskan. Það er kominn timi til
áð fara inn.
Bets kom hlaupandi yfir flöt-
ina. Flötin var míla á lengd og
það dimmdi óðum. Litlu fæturn-
ir hennar hlupu og hlupu. Það
rann blóð niður andlit hennar,
niður eftir henni allri og slettist
um bera fætur hennar. Vondir
strákarnir gerðu það! Ég lagði
af stað í áttina til hennar, en
nú var orðið aldimmt, og ég sá
hana ekki lengur. Pudge hló
sama háværa fávitahlátrinum.
Hvert ætlar þú svo sem að fara,
róni? Ég sagði, svona áttu ekki
að tala við föður þinn. Haltu
kjafti. sagði Pudge. Hann stóð
í vegi fyrir mér. Þegiðu. Hann
sýndist risavaxinn í myrkrinu.
Hann hrinti mér og svo var
þetta alls ekki Pudge, það var...
Ég æpti. Konurödd talaði til
mín. Ég hélt að það kynni að
vera Tracey. Röddin sagði, að
nú væri allt gott, og þegar ég
leit upp, sá ég, að það var rétt;
allt var horfið, og Tracey var
farin með börnin inn í húsið.
Allt var myrkt og kyrrlátt. Mig
syfjaði. Brátt sofnaði ég.
Mig dreymdi fleiri drauma.
Svo voru augnablik, þegar ég
komst nær yfirborði þess kol-
svarta hyldýpis, sem ég var
sokkinn í, nógu nærri til að
skynja, eins og gegnum þoku,
herbergi, sem ég þekkti ekki og
gruna óljóst, að ég væri illa kom-
inn. Þá var það loksins, að ég
komst alla leið upp á yfirborðið
og hélzt kyrr.
Ég var í Borgarsjúkrahúsinu.
Ég sá vel stáliðjuverin út um
gluggann. Vinstri fótur minn var
í strekk, mig logverkjaði um
allt og einhvers staðar í undir-
vitundinni fann ég til kvíðahrolls,
eins og þegar maður hefur hætt
sér of nálægt hengiflugi í
myrkri. Ég þráði Tracey. Ég
þráði hana ákaflega.
Ég fékk ekki Tracey. Sú, sem
kom, var systir mín, Mae, og
hún lét í ljós svo ósvikna gleði
við að sjá mig og svo auðsæjan
létti, að ótti minn ágerðist.
„Hvað hef ég verið lengi með-
vitundarlaus?" spurði ég hana.
„O, nokkra daga." Hún flýtti
sér að skipta um umræðuefni.
„Hvernig líður þér?“
„Hræðilega." Ég renndi tung-
unni um munninn innanverðan.
Skurðirnir voru grónir og bólgan
farin úr vörunum. Mér fannst
það einkennilegt, en var of
þreyttur til að gefa því frekari
gaum. „Hvar er Tracey?"
„Þú þarft ekki að hafa áhyggj-
ur af nokkrum sköpuðum hlut,
Walt.“ Mae laut yfir mig og
kyssti mig, mjúkt, brúnt hár
hennar straukst við kinnina á
Framh. á bls. 41.
MYND 5
Haraldur Björnsson er hér í hlutverki sem
hann gerði mjög góð skil. Hvað heitir
leikritið?
1. Kardemommubænnn ?
2. Tópas?
3. Koss í kaupbæti?
Þegar verðlaunagetrauninni lýkur 28. júní eiga þátttak-
endur að klippa út allar myndirnar og senda þær ásamt
svörum til ritstjórnar Fálkans, pósthólf 1411. Annað
form á úrlausnum verður ekki tekið til greina þegar
vinningarnir verða dregnir út.
Rétt svar: