Fálkinn - 08.06.1965, Page 30
0 Nítján ára
Framh. af bls. 20.
hrygg. Hann horfir á brjóst mín, hann vill snerta þau, ef til
vill kyssa þau. Hvers vegna hlusta drengir aldrei á mig? Hvers
vegna girnast þeir aldrei konuna í mér — aðeins líkama minn?
En hún tekur um leið eftir því, að augu hans strjúka henni
blíðlega, og hún fyllist gleði.
Hendur hans eru votar af svita. Hvers vegna leyfir stúlkan
hverjum sem er að gera það? Sækist hún eingöngu eftir karl-
mönnum til að öðlast fullnægingu, en ekki vegna neins ann-
ars? Ef stúlka hagar sér þannig, þá kemst upp slæmur orð-
rómur, svo strákarnir reyna aðeins að gera það, og verða
frægir fyrir. En þrátt fyrir allt er hún ekki svona, hugsar hann.
Og þó hún væri svona, þá er hún það ekki gagnvart mér. Ég
er lítill og ljótur, ég á enga peninga. Hún vill ekki gera það
með mér. Það eru aðeins þær ófríðu sem vilja það, og auk
þess á ég fyrst að giftast þeim.
Stúlkan drekkur kaffið sitt í skyndi, og allt í einu verður
hann þess var, að þau eru bæði steinþegjandi.
— Það er ógurlega heitt hérna inni. Og mikill reykur,
segir hann.
— Já, svarar hún.
— Við getum kannski farið eitthvað annað? segir hann.
— Hvert? spyr hún.
— Ég veit ekki, en við getum eflaust fundið einhvern stað,
þar sem við fáum eitthvað að drekka, segir hann.
— Ég er ekki orðin nógu gömul.
— Ekki?
— Ef til vill komumst við inn á einhvern stað, en við
lítum bæði svo unglega út, að við fáum ekkert.
— Ég get keypt eina flösku; svo getum við farið eitthvað.
— Við getum auðvitað farið heim til mín, segir hún.
— Okay, segir hann, en á erfitt að hafa vald yfir röddinni.
Hendur hans skjálfa, er hann hjálpar henni í kápuna. Við
förum heim til hennar, syngur í heila hans. Hún hefur boðið
mér heim. í nótt.... það skal gerast í nótt. .. Guð minn
góður, nú verð ég að standa mig. ..
Auðvitað gengur það vel, hugsar hann. Ég hef heyrt um
þetta þúsund sinnum. En hún leyfir mér það áreiðanlega ekki.
Það gerist eitthvað, sem eyðileggur allt saman. Hún leyfir
mér kannski að kyssa sig örlítið, en brosir svo að mér og
finnst ég klunnalegur. Hún er svo sem ‘ekkert merkileg, venju-
leg dræsa — ég get þá alveg eins lesið betur um þetta og
þótt ég sé lítill og ungur, þá á ég eftir að skapa mér fram-
tíð. En auðvitað get ég nauðgað henni og farið svo burt.
Hann hjálpar henni í kápuna, og skyndilega verður hún
gripin ótta við athæfi sitt. Og meðan hann fylgir henni yfir
götuna til bílsins, óskar hún þess innilega, að hún hefði setið
kyrr. Hann heldur að ég sé eitthvert almenningstæki, einhver,
sem hægt er að grípa í og leggja niður. Hann má ekki halda
það. Ég get ekki einu sinni leyft honum að snerta á mér, það
er svo Ijótt, það er syndsamlegt, og ég vil einmitt að það sé
fallegt og hreint, af því að það er hann. En hann verður réið-
ur ef ég leyfi honum ekki, hann heldur bara að ég sé að gera
grín að honum. Ég átti ekki að bjóða honum heim. Ég veit
vel að það æsti hann, hann vill vera einn með mér og ljúka
því. Og þegar það er búið heldur hann að ég sé dræsa, og þá
hlær hann að mér og segir hinum strákunum að ég sé mella.
Hvers vegna getur það ekki verið þannig, að það sé bara
fallegt og eðlilegt, þannig að við getum bara verið saman
og þurfum ekki að vera lengur einmana? hugsar hún. En hún
Auðvitað Agfa Rapid
7
RAPID ER NÝ AÐ-
FERÐ SEM GERIR
ÖLLUM KLEIFT AÐ
TAKA GÓÐAR
MYNDIR
Þér leggið Rapid-ka-
settuna & myndavélina,
lokið henni, snúið þrisv-
ar sinnum, myndavélin
er tilbúin til notkunar.
Hvað
er Rapid
30
FALKINN