Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Síða 35

Fálkinn - 08.06.1965, Síða 35
KVI DÖNSK KMYNDAGERÐ HVAÐ hugsa íslenzkir kvik- myndahússgestir fyrst um, þe'gar minnzt er á danska kvik- mindaleikara? Dirch Passer án efá. Hvað hugsa þeir fyrst um, ef minnzt er á danska leik- stjóra? Vafalaust Erik Balling (7i9 af stöðinni). Báðir þessir menn eru ágæt- ir -listamenn, en mér kemur þó fyrr í hug kona, sem ég veit því miður alltof lítil deili á, kona, sem þyrfti sem allra fyrst að komast fram í íslenzkt sviðsljós þó dauft sé — Anne- lise Hovmand. Þegar við hugleiðum danska kvikmyndagerð er harla nær- tækt að sjá fyrir sér sumar- græna velli og höll í nokkr- um fjarska, kertaljós og klæð- in rauð, og kannski Dirch Passer með ógreiddan lubba, gaphúsið opið og fullt af víga- legum tönnum. Sum kvikmyndahús okkar háfa allt að því sérhæft sig í sýningum danskra gaman- mynda, svo að vart þarf að líta í! blað um hátíðir til þess að vita að Dirch Passer og Ove Sprogþe mæta sparibúnir næstu vikurnar til þess að skemmta kvikmyndahússgestum a. m. k. í : Hafnarfirði og jafnvel sums sjaðar í Reykjavík líka. j Fjarri sé mér að halda því ffam að þeir félagar eigi ekki ftí á sér og innan um alla bölvaða vitleysuna séu ekki brein gullkorn, en kvikmynda- iðnaður, danskur eða annar, l^emst ekki upp með það til eíilífðar að senda í sibylju slíka framleiðslu á markaðinn og kki annað. Og Danir eiga sér fortíð í kvikmyndagerð, sem er merk- ari margri annarri, sem á þó stærri þjóð að bakhjarli. Danir eiga Dreyer — Carl Theodor Dreyer, sem varð 76 ára í febrúar síðastliðnum, og hefur sent frá sér meistara- verk, sem munu lifa um ófyrir- sjáanlega framtíð. Meðal þeirra verka hans, sem lengst munu lifa eru: Pínsl- ir heilagrar Jóhönnu (Jean D’Arc), Dagur reiðinnar og Orðið. Ef hægt er að tala um trúarskáld í sambandi við kvik- myndaleikstjórn, er Dreyer tví- mælalaust eitt almerkasta trú- arskáld allrar kvikmyndagerð- ar. Og gamli maðurinn er ekki hættur sínu ævistarfi, enn er von meistaraverks frá honum — en ósköp hverfur til bak- sviðsins öll hans mikla snilli fyrir flirulátum Dirch Passer og co. Ekki veit ég hversu margar af þeim 20 myndum, sem Dan- ir framleiddu árið 1963, svo dæmi sé tekið, komu eða koma hingað, en hræddur er ég um, að hægast sé að taka undir orð Denis Duperley í grein um danska kvikmyndagerð í „Films and filming“ er hann segir: Við skulum horfast í augu við það, að meginhluti þeirra voru blettir á hreinlegum persónu- leika Dana.“ Eina mynd man ég þó, sem að líkindum hefur verið fram- leidd 1962 og var sýnd hér við nokkrar undirtektir „Duellen“ („Einvígið"). Leikstjóri hennar var Knud Thomsen. Mig minnir að ég hafi farið heldur ánægður út af henni og ekki farið dult með það, og það verð ég að játa, að því fleiri danskar gamanmynd- ir, sem ég sé, því ákafar lofa ég „Duellen“. Hún hefur ork- að æ sterkar á mig, sem ein- hvers konar baráttusöngur. Ekki minnist ég þess að önn- ur mynd Thomsens, sem hann nefndi „Sjálfsmorðsskól- inn“ hafi verið sýnd hér, væri þó tvímælalaust akkur í, eftir því sem vísir menn hafa um hana rætt. Kannski eigum við eftir að sjá hana, þó síðar verði, enda er það svo, að eftir ýmsum snjöllustu verkunum þurfum við að bíða ærið lengi. Knud Leif Thomsen hefur sagt um myndir sínar tvær (í viðtali í Alt for damerne, sept. 1964) að þegar hann gerði „Duellen“ hafi hann ekki haft annað í huga en að gera góða mynd, hann hafi því orð- ið undrandi yfir þeim móttök- um, sem myndin fékk, þar sem hún virtist hafa hitt á eitthvað „som var ved at marchere frem i tiden“, eins og hann orðar það. „Sjálfsmorðskólann" hafi hann því gert af nauðsyn, sem nokkurs konar skýringu við „Einvígið". Aðspurður um tilgang mynd- anna segir hann: „áður átti fólk hugsjónir, látum það gott heita þó þær væru hástemmdar, það táknaði þó takmark i lífinu. Að vera „persónuleiki" í dag þýðir eitthvað neikvætt, eins og einhvers konar hindrun í vegi fyrir því að hægt sé að bera fram velferðarríkið á fallegum gjafabakka.“ Knud Leif Thomsen er með myndum sínum að lýsa yfir hálfgerðri skömm sinni á vel- ferðarríkinu (könnumst við ís- lendingar annars nokkuð við þetta orð?) og fyrirlitningu sinni á einstökum afleiðingum tilorðningar þess — meðal- mennskunni, múgmennskunni „Danmark er pá vej til at blive undermálernes paradis". Ekki veit ég hvort Knud Leif Thomsen hefur lokið við gerð þeirrar myndar sinnar, sem hann tók til við eftir „Sjálfsmorðs skólann“. Mynd sú heitir „Tína“. í þeirri mynd kemur fram í aðalhlutverki dönsk leikkona, sem allrar athygli er verð, Lone Herz. Danska myndin ,,Nitouche“ er nýhrokkin upp af eftir mán- aða setu í Hafnarfjarðarbíói, Þar var Lone Herz sú, sem kom, sá og sigraði. Það verð- ur vissulega ánægjulegt að sjá hana í „Tínu“ Er dönsk kvikmyndagerð að batna á ný? Eftir öllum sólar- merkjum að dæma, mun svo vera, en mörg ljón eru á veginum. Sum þeirra ræðir Denis Duperley í fyrrnefndri grein um danska kvikmynda- gerð og hann hefur uppá- stungur fram að færa: „Sam- einaður dansk-sænskur kvik- myndaiðnaður gæti boðið heimsbyggðinni lista stjörnu- nafna, sem aðrar þjóðir gætu ekki hamlað gegn, ómótmælan- leg hæfni þess fólks er slík að hún myndi innan tíðar fram- kalla endurreisn skandínav- iskra kvikmynda. En hvað með Annelise Hov- mand? Ætlaði ég ekki að skrifa um hana? Ég hef ákveðið að geyma það til næstu viku — og ekki að ástæðulausu, Fafið þið ■’unars heyrt talað um mynd sem heitir „Sextett“? H. E.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.