Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 8
Laugavégi
170-172
Sími
21240
HEILDVERZLUNIN
HEKLA hf
Komið - Skoðið - Reynið
ALLTAF FJOLGAR
VOLKSWAGEN
í tröppunum. Var það af því, að þú hefur séð líkar íbúðir? —
eða af því að þú hefur komið hér áður — en ert búinn að
gleyma því.
ímyndunaraflið var að hlaupa með hann í gönur. Auðvit-
að var þetta ímyndun. Það var ekki satt, — það var brjál-
æði að halda, að hann hefði getað lifað öðru lífi — og ein-
hvernveginn hefði heilinn bilað, og hann gleymt, að hann
hafði lifað því. Að hann hefði þekkt stúlkuna — drepið hana.
Heilinn er einkennilegt líffæri. Á þessum fáu klukkustund-
um hafði John uppgötvað hvað hann getur verið einkenni-
legur.
Það er ekkert öryggi fyrir því, að allt sé í röð og reglu.
Rökfærzla er ekki lengur óbrigðul, hún er aðeins á yfir-
borðinu, því öll rökfærsla í þessu máli bendir til að — —
Það var eins og óttinn, þessi martröð, hefði aðeins verið
blaðra, sem skyndilega sprakk. Hann var aftur kominn til
sjálfs sín.
„Morðinginn hlýtur að hafa látið hana þarna,“ sagði John
og vandaði hvert orð.
Þeir fóru með hann inn í svefnherbergið og spurðu, hvort
það hressti ekkert upp á minnið. Þeir fóru með hann inn í
baðherbergið og bentu á stórt baðhandklæði, sem lá á gólf-
inu. Nora Evans hafði hent því frá sér í flýti.
Grady opnaði baðherbergisskápinn og benti honum á raf-
magnsrakvél á einni hillunni.
„Átt þú hana ekki?“
„Nei,“ sagði John og sneri sér að Shapiro, „ég sagði þér,
að ég notaði aldrei rafmagnsrakvél."
„Rétt er það,“ sagði Shapiro. „Það var það, sem þú sagðir
mér.“ Þeir opnuðu stóran fataskáp fullan af kjólum?“
„Keyptir þú þetta ekki handa henni?“
Grady benti á baðslopp, sem hékk innan á hurðinni.
„Átt þú hann ekki?“
„Nei,“ sagði John, og Grady yppti bara öxlum.
Það var kannski ekkert, sem benti til að hann ætti slopp-
inn. Þess vegna hafði hann verið skilinn eftir í skápnum —
þess vegna hafði Grady bara yppt öxlum. Þar var þó eitt
hálmstrá — þó ekki væri það mikið.
Þeir fóru með hann út úr íþúðinni og aftur niður á lög-
reglustöð, þar sem John Hayward, 32 ára að aldri, var bók-
færður, grunaður um morð.
Fingraför hans voru sett á blað og honum tilkynnt, að nú
mætti hann hringja, ef hann vildi. Shapiro gaf honum pen-
ing og benti á símaklefann. John valdi eina númerið, sem
hann langaði til að hafa samband við — en hætti svo við.
Peningurinn small niður í gólfið og John kom fram og lét
Shapiro fá hann.
„Það svarar ekki,“ sagði John. „Ég reyni aftur seinna.
Þeir fóru aftur með hann i svefnklefann og læstu.
Hann sat lengi á legubekknum og reyndi að hugsa, en
svefninn yfirbugaði hann.
Eitthvert hljóð vakti hann. Hann leit á klukkuna og sá,
að hún var orðin 5. Þeir höfðu látið hann í friði í meira en
7 klukkutíma. Hann kveikti sér í sígarettu og gat nú hugs-
að skýrar en áður. Hann fékk aftur trúna á reglu og rök-
færslur.
Þetta voru ekki mistök. Það var greinilegt. Þetta var eitt-
hvað, sem hafði verið gert af ásettu ráði, til þess að skaða
hann. Eitthvað, sem hafði verið skipulagt skref fyrir skref.
Þetta var fyrirfram ákveði'ð. Mundu það. Haltu fast við það.
Ef eitthvað er fyrirfram ákveðið, þá er hægt að rekja aft-
ur á bak hugsunina, sem ákvað það. Þetta var það, sem hann
þurfti að gera. Því að lögreglan — hann var alveg viss um
það núna — þóttist hafa nægar sannanir. Sannanir byggðar
jafnt á aukaatriðum sem aðalatriðum. Þetta voru sannanir
á lygi, en samt sannanir.
Shapiro opnaði dyrnar og spurði John hvort hann væri
svangur. John jánkaði því og Shapiro lét senda eftir meira
af þessum bragðlausa mat og sígarettum. Þegar John hafði
lokið við matinn, kom Shapiro og sagði að varðstjórinn vildi
tala við hann.
Varðstjórinn reyndist vera Miller. Hann var einn í lítilli
skrifstofu og sat við borð og blaðaði í skjölum. Hann hélt
8
FALKINN