Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Síða 19

Fálkinn - 29.11.1965, Síða 19
Þær löðuðust að hon- um en þorðu ekki ann- að en að halda hrifn- ingu sinni Ieyndri — allar nema Alicia Bar- nes. væri skemmt yfir drengjalegum vandræðum eiginmanns síns vegna þessa óvelkomna aðdáanda. EN það voru engir tveir menn á sama máli um, hvað Jane gæti — eða myndi — taka til bragðs, og því var fleygt að ef til vill væri hún einnig ráðalaus af undrun. Hún gæti ögrað Aliciu, hótað henni, varað hana við að ganga of langt ■— en hver gat vitað, hvort það myndi bera árangur? Hún gæti krafist þess, að Tómas greiddi úr flækjunni — en hvað gat hinn prúðmannlegi og ringlaði Tómas á móti bjargföstum ásetningi Aliciu? Um eitt voru allir sammála: ef Jane gerði nokkurn hlut, þá myndi það vera eftir vandlega íhugun og hún myndi gera hið rétta. Það yrði ekkert hneyksli, vegna þess að Jane var hefðarkona í orðsins fyllstu merkingu og þar að auki trygglynd og ástúðleg eiginkona. En myndi hefðarkona hafa sagt þessi fimm orð? Þegar herra Jurgensen í Argosy klúbbnum heyrði þau, velti hann þeim fyrir sér um stund, þar til raunveruleg merking þeirra rann upp fyrir honum; þá hló hann og sagði: „Drottinn minn, hvílík herkænska! Hvílík kona!“ En hann notaði ekki orðið hefðarkona. Það var haft eftir John Wilson, að honum i'yndist það ósanngjarnt, jafnvel óheiðarlegt — eiginlega væru þetta nokkurs konar svik. Kona hans, Lila, svaraði af hita að til- gangurinn helgaði meðalið og að í ástum og stríði væru öll brögð leyfileg. Enda þótt fimm litlu orðin hennar Jane væru villandi, þá hefðu þau engu að síður leyst vandamálið því að Alicia háfði sig burt úr borginni sem skjótast og kom aldrei aftur. IBRIDGEKLÚBBNUM, sem Jane af háttvísi sinni mætti ekki til tvisvar í röð, var málið rætt fi’á öllum hliðum. Einhver minntist á að Jane hefði orðið að grípa til róttækra aðgerða til þess að bjarga heimili sínu, vegna þess, að Tómas var á hættulegum aldri og skæruhernaður Aliciu hefði bráð- lega getað borið einhvern árangur. Frú Jurgensen, sem er sjötug og veðruð á lífsins sjó, hafði á orði, að karlmenn væru alltaf á hættulegum aldri. Þegar þeir væru ungir, sagði hún, afsökuðu konurnar þá vegna æsku þeirra og reynsluleysis; miðaldra væru þeir afsakaðir með því að freistingin hefði gripið þá og sigrað óviðbúna; eldgamlir karlfauskar væru af- sakaðir með því, að þeir væru farnir að ganga í barndóm. Hvort Jane hafði hagað sér eins og hefðarkona, bætti frú Jurgensen við, var ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að hún hefði leyst vandkvæði eiginmanns síns eins og konur hefðu þurft að gera frá alda öðli — og slíkt væri alltaf bezt að gera í einu djarflegu höggi. Sally Clark, sem ein er fráskilin í okkar hópi, sagði, að ef hún hefði verið eins hyggin og Jane, hefði hún ef til vill aldrei þurft til Reno. En frú Packer, sem aldi’ei er sammála frú Jui-gensen og hefur vanþóknun á Sally, sagði að sér fynd- ist ástandið ekki hafa gefið tilefni til slíkra pretta af hendi Jane og hún hefði heldur kosið að þjást í þögn, eins og skylda konunnar væri. Sally sagði seinna, að mesta ánægja frú Packer væri að leika píslarvott og svo væri hún hvort sem er ekki nógu skynsöm til að koma auga á þá lausn, sem Jane valdi. -»71G geri ekki ráð fyrir að bærinn okkar muni nokkurn tíma komast að niðurstöðu um þennan atburð, enda þótt allir andvörpuðu af létti, þegar hann var um garð genginn. Ég veit aðeins, að þegar Jane og Tómas sáust fyrst saman á al- mannafæri eftir að Alicia fór úr bænum, þá sýndi Tómas konu sinni dýpri ástúð og virðingu en nokkru sinni fyrr. Það var ekki að sjá, að hann bæri neinn kala til Jane heldur virtist hann meta hana enn hærra en áður og var auðsjáanlega þakklátur henni fyrir að hafa bjargað honum úr ástandi, sem var að verða illviðráðanlegt. En sum okkar, sem þekktum Tómas, vissum að sem lögfræðingur var hann einnig stór- hrifinn af hinni kænlegu gjöreyðingai'árás hennar, sem gaf Aliciu bókstaflega ekkert tækifæi'i til mótspyrnu. Því hvað gat Alicia sagt? Hún hafði beint aðdáun sinni að Tómasi, vegna þess að hún hafði haldið hann ái'eiðanlegan og staðfastan eiginmann. Og hvei'nig mátti hún vita, að Jane skynjaði þetta og villti um fyi'ir henni af ásettu ráði — með oi'ðunum fimm, sem sneru henni gegn honum á augabragði og um alla eilífð. Framh. á bls. 35. \ FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.