Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Page 24

Fálkinn - 29.11.1965, Page 24
ar þrengingar að þeim finnst ýmislegt' til vinnandi,' ög ef maður er búinn áð fá mörg hjartaköst og hefur það ef til vill vofandi yfir sér að þetta líf sé innan skamms á enda, þá kostar það, að því er mér finnst, miklu meiri kjark að láta ekki skera sig upp. Áhættan er lítil eða engin og maður finnur sama og ekkert fyrir þessu. Svo hlýtur mað- ur einstaklega góða og nákvæma með- ferð. Ég var lagður inn 6. apríl, og skorinn 20. apríl, þurfti að liggja svona lengi af þvi hve illa ég var á mig kom- inn er mig bar þar að gai’ði Eins og ég gat um áðan þá kyíða flestir fyrir þessu, en 'ég hafðí engan tíma til að kvíða fyrir, var svo ákafur að fá þetta gert. Þetta er líka ekki erfiðara en smáaðgerðir voru fyrii nokkrum áratugum, botnlangaskurðir eða þess háttar. Meðan aðgerðin er framkvæmd finnur enginn neitt til, því að þá er hann eins og hann væri dauður. Svæfingunni finnur enginn fyrir held- ur. Fyrsta sólarhringinn eftir að ég vaknaði leið mér ágætlega. Ég gat ekkert hreyft mig að ráði, allur stagað- ur saman og með alls konar mælitæki í skrokknum, m. a. einhvern hjarta- mæli sem ekki bara átti að gefa merki ef hjartað segði stopp, heldur tæki þá að sér verk þess um sinn svo að tími ynnist- til að grípa til annarra ráðstaf- anna.. ★ FURÐULEGAR OFSKYNJANIR En svo kom annar sólarhringurinn, og þá fór nú að grána gamanið. Þegar maður hefur verið með hálfónýtt hjarta frá barnæsku og allt til 44 ára aldurs þá hefur ýmislegt annað gengið úr skorðum um leið. Svo þegar hjartað er farið að starfa óaðfinnanlegá ,þá verður eitthvað undan að láta. Hluti af lung- unum var orðinn óstarfhæfur, fullur af slími og óþverra, en nú var sem ár væru að ryðja sig í vorleysingum enda átti' ég örðugt um andardrátt nokkurn tíma meðan þetta var að færast í eðli- legt horf. Af þessu hafði ég nokkur vandkvæði um sinn, en annað var þó verra. Það er eitthvað til í manni sem kall- ast undirvitund þó að ekki sé auðvelt að útskýra það fyrirbæri. Hún verður fyrir einhverju meiri háttar róti við þessar miklu breytingar á líkamanum og fer heldur betur að láta til sín taka. Slíkt kemur fram í ofsalegum ofskynj- unum syo að maður ,er naumast með réttu ráði um sinrt'. í mínu tilfelli var þetta þarinig að ég hafði raunar nokkrá möguleika til að skilja hvað var um að vera, var ekki alveg á valdi ofskynj- ananna — en þær voru aðallega það að mér fannst ég annað slagið vera kval- inn af óskaplegum hita, og hina stund- ina af óskaplegum kulda. Stundurn fannst mér sem ég væri staddur uppi á ægiháum tindi eða hengiflugi í þann veginn að detta fram af, ellegar stand- andi á bakka beljandi fljóts, annað hvort að því kominn að vaða út í eða falla i straumkastið. Meðan á þessu stóð var ég einnig á valdi þeirrar til- finningar að fyrir framan mig sæti eini maðurinn í öllum heiminum sem ég hef ástæðu til að vera í nöp við. hlakkandi yfir því hvernig komið væri fyrir mér. Þetta stóð í sólarhring, og var ekki draumur, því að allan tímann gat ég ekki sofið hímu. Þetta voru beinar skynjanir. Síðan gat ég sofnað og svaf í 7—8 klukkustundir, og var eftir það góður af þessari ásókn. í skurðinum fann ég aldrei neitt til, og hjartað var allt í einu farið að starfa eins og í almennilegum manni. Eftir þetta tók ég að spretta upp eins og gras sem hlotið hefur áburð og ljós, en áður verið niður traðkað. Og á tólfta degi fór ég af sjúkrahúsinu. ★ Á HEILSULEYSINU MIKIÐ AÐ ÞAKKA Þú spurðir áðan hvernig það sé að vera allt í einu orðinn alheill þegar maður hefur aldrei áður kynnzt eðli- legri heilsu. Ég verð að endurtaka að þetta er ekki fyrst og fremst líkamleg tilfinn- ing heldur orkar það á sálarlífið. Ég á í rauninni heilsuleysinu mikið að þakka. Ef ég hefði ekki verið heilsu- laus væri ég sennilega dauður fyrir löngu. Bræður mínir hafa flestir stund- Framh. á bls. 27. A Inngangurinn í St. Mary’s Hospital þar sem Helgi lá. Þetta er byggingin þar sem Mayo Clinic er til húsa, en það er vísinclaleg rannsókn- arstöð. Sjúklingar sem lækn- arnir þar hafa undir hönd- um liggja á St. Mary’s sjúkrahúsinu. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.