Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 36
36 3. október 2009 LAUGARDAGUR
S
tærstur hluti þeirra
Pólverja sem búsett-
ir eru hér á landi skoð-
ar íslenska fjölmiðla
reglulega. Meirihlutinn
notar íslenska fjölmiðla
daglega en fimmtungur tvisvar til
þrisvar í viku. Þetta er niðurstaða
rannsóknar Helgu Ólafs í MA-
námi í blaða- og fréttamennsku við
Háskóla Íslands. Notkunin er meiri
og almennari en Helga hafði búist
við áður en hún tók til við úrvinnslu
könnunar sem hún lagði fyrir ríf-
lega 600 pólska innflytjendur.
Áhuginn kviknaði í Alþjóðahúsinu
Helga starfaði um tíma í Alþjóða-
húsinu og fékk þannig áhuga á fjöl-
miðlanotkun innflytjenda. Hún
afréð að beina sjónum sínum ein-
ungis að Pólverjum vegna þess að
þeir eru langstærsti hluti innflytj-
enda; um 45 prósent þeirra. Í tölum
þýðir það að um ellefu þúsund Pól-
verjar búa hér á landi. „Það eru
tengsl á milli íslenskukunnáttu Pól-
verja og notkunar á íslenskum fjöl-
miðlum; hún verður meiri eftir því
sem að íslenskukunnáttan eykst.
Segja má að kunnátta í íslensku
sé lykillinn að íslenskum fjölmiðl-
um enda hafa þeir að litlu leyti birt
efni á öðrum tungumálum.“
Undantekningin hér er fréttir
dv.is á pólsku sem voru vinsælar á
meðal Pólverja en þeirri þjónustu
var hætt nýverið í sparnaðarskyni.
Einnig gaf Alþjóðahúsið út blaðið
Fólk á pólsku, sem er lesið af meiri-
hluta þátttakenda. „Svo hafa verið
birtar auglýsingar í fjölmiðlum
á erlendum tungumálum og þær
hitta greinilega markhópinn fyrir
miðað við mínar niðurstöður.“
Þess má geta að tæp þrjátíu pró-
sent þátttakenda telja íslensku-
kunnáttu sína vera góða eða sæmi-
lega, tæp fimmtíu prósent telja
hana vera slæma og 22 prósent
segjast ekki skilja íslensku. Mikill
meirihluti vill bæta kunnáttu sína
í íslensku.
Dagblaðanotkun er mikil
Helga spurði þá sem sögðust skoða
dagblöð hvað þeir skoðuðu og kom
í ljós að yfir sextíu prósent skoð-
uðu auglýsingar. Þar fyrir utan
voru fréttir af gengi, veðurfrétt-
ir, fyrirsagnir og myndir á meðal
vinsælustu liða. Fréttablaðið hafði
mikla yfirburði í dagblaðalestri en
næst því kom fríblaðið 24 stundir
sem var til þegar könnunin var
framkvæmd. „Það kom mér á
óvart hve mikil dagblaðanotkunin
var, en erlendis hefur mest verið
fylgst með sjónvarpsnotkun inn-
flytjenda. Annars er samanburður
erfiður því rannsóknir á fjölmiðla-
notkun innflytjenda eru skammt á
veg komnar.“
Lifa í þverþjóðlegu rými
Helga bendir á að Pólverjarnir
fylgist flestir einnig með pólsk-
um fréttamiðlum og lifi í því sem
í fræðunum er kallað þverþjóð-
legt rými. Yfir 94 prósent þátttak-
enda eru með aðgang að netinu og
þar eru hæg heimatökin að fylgj-
ast með fréttum a pólsku. Ríflega
sextíu prósent eru með aðgang að
pólskum sjónvarpsstöðvum.
Helga segir eina af ályktun-
unum sem draga megi af niður-
stöðunni þá að mikilvægt sé fyrir
íslenska fjölmiðla að endurspegla
það fjölmenningarlega samfélag
sem sé orðið til á Íslandi, en það
geri þeir ekki eins og sakir standi.
„Það hefur gerst til dæmis í Dan-
mörku að sumir hópar innflytj-
enda eru hættir að nota danska
fjölmiðla vegna þess að umfjöll-
unin um þá er svo neikvæð í
fjölmiðlunum.“
Helga segir að líklega geri
forystumenn fjölmiðla sér ekki
grein fyrir því hversu fjölmiðla-
notkun innflytjenda er mikil, í
íslenskum fjölmiðlum í dag sé að
minnsta kosti lítið gert til að höfða
til þessa hóps.
„Það er til að mynda engin fjöl-
menningarleg dagskrá og engin
skoðanaskipti en fjölmiðlar á
Norðurlöndum hafa brugðist við
breyttum samfélögum með útgáfu
dagblaða, sjónvarpsþátta og fleira.
Vissulega eiga þeir lengri sögu
um innflytjendur við. Reyndar er
fjölmenningarlega samfélagið á
Íslandi ungt og eflaust gera blaða-
og fréttamenn ekki sér grein fyrir
hve samfélagið er fjölbreytt.“
Tengsl vantar við innflytjendur
Helga segir að ef miðlarnir ættu
að endurspegla þjóðfélagið þyrftu
þeir að vera í betri tengslum við
innflytjendur. „Ég hef til dæmis
orðið vör við það í gegnum starf
mitt í Alþjóðahúsi að blaða- og
fréttamenn vantar tengsl við inn-
flytjendurna sem búa í landinu.
Þeir vita ekki hvar og hvernig
hægt er að ná í þá. Ein leiðin til
þess að brúa þetta bil er að fólk er
erlendum uppruna starfi á miðlun-
um og þannig fást betri tengsl við
fólkið í landinu og möguleikar fjöl-
miðla aukast með að endurspegla
fjölmenningarlegt samfélag.“
Helga bendir á að hugmynda-
fræðin sem ráði ríkjum í dag bygg-
ist á samþættingu eða gagnkvæmri
aðlögun. Samkvæmt henni sé reynt
að koma á móts við þarfir innflytj-
enda til að gera þeim kleift að vera
virkir þátttakendur í samfélaginu.
Einnig sé mikilvægt að þeir missi
ekki tengsl við sína menningu og
tungumál, heldur eiga þessir þætt-
ir að fá að njóta sín í samfélagi sem
einkennist af fjölmenningu.
Samþætting virki í báðar áttir að
því leyti að samfélög þurfi að sjá
til þess að innflytjendur hafi jafn-
an rétt á við aðra íbúa samfélags-
ins, og að gera þeim kleift að hafa
þau tækifæri. „Það er ekki mótsögn
að Pólverjar fylgist með pólskum
sjónvarpsfréttum og fylgist með
pólskum fréttum í gegnum netið.
Það væri aftur á móti neikvætt ef
þeir myndu sniðganga íslenska
fjölmiðla,“ segir hún.
„En ef við lítum á íslenska fjöl-
miðla þá er ekki hægt að segja að
þeir endurspegli fjölmenningarlegt
samfélag. Það er til að mynda eng-
inn að því er ég best veit sem vinn-
ur á fjölmiðlum sem er af erlendum
uppruna og við sjáum ekki marga
viðmælendur af erlendum uppruna
í þjóðmálaumræðunni og erum því
ekki vön að heyra útlendinga tala
íslensku.“
Pólskir innflytjendur fylgjast
vel með íslenskum fjölmiðlum
Yfir sjötíu prósent Pólverja skoða íslenska fjölmiðla á degi hverjum. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar Helgu Ólafs í
námi í blaða- og fréttamennsku í Háskóla Íslands. Sigríður Björg Tómasdóttir rýndi í rannsóknina og ræddi við Helgu, sem sagði
henni meðal annars frá því að flestir Pólverjar skoðuðu dagblöð í hverri viku og að Fréttablaðið væri vinsælasta dagblaðið.
HELGA ÓLAFS Ætlar að halda áfram rannsóknum sínum á notkun innflytjenda á fjölmiðlum. Notkunin er meiri en hún hafði búist við fyrir fram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
649 tóku þátt í könnun Helgu Ólafs
og endurspeglar hópurinn búsetu og
aldur Pólverja hér á landi, Fleiri konur
tóku hins vegar þátt í könnuninni
hlutfallslega en búa hér á landi. Til
að fá þátttakendur í könnunina hafði
Helga samband við fyrirtæki um land
allt þar sem margir Pólverjar starfa og
fékk leyfi til að leggja könnunina, sem
var á pólsku, fyrir þá. Einnig útbjó hún
rafræna könnun.
Þegar fjölmiðlanotkunin er greind
nánar kemur í ljós að meðal mest
lesnu liða í dagblöðum eru gengis-
fréttir með 72 prósenta lestur, auglýs-
ingar, þar með talið smáauglýsingar,
með 66 prósenta lestur, veðurfregnir með 58
prósenta lestur og myndir og fyrirsagnir með 55
prósenta lestur.
Í sjónvarpi voru fréttir vinsælasta efnið með
sjötíu prósenta áhorf, þá afþreying með tæp
fimmtíu prósenta áhorf og loks íþróttir með 44
prósenta áhorf. Tónlist var langvinsælasta efni
útvarpsstöðvanna.
Helga bar notkun þátttakenda saman við
notkun þeirra á pólskum fjölmiðlum og er
meginniðurstaðan þar að lestur á fréttum í blöð-
um er meiri í pólskum blöðum en íslenskum.
85 prósent þeirra sem að lesa pólsk blöð lesa til
dæmis innlendar fréttir en einungis 41 prósent
þeirra sem lesa íslensku blöðin lesa í þeim
innlendu fréttirnar. Slúður og menningarfréttir
eru líka mun meira lesnar í pólskum miðlum svo
dæmi séu tekin.
Notkun á sjónvarpi var líkari að uppbyggingu
í íslenskum og pólskum miðlum. Fréttir eru
vinsælasta efnið og svo afþreying. Fróðleikur er
hins vegar vinsæll meðal innflytjenda í pólskum
sjónvarpsstöðvum en ekki íslenskum og hefur
tungumálakunnátta þar eflaust sitt að segja.
Dagblöðum
68%
Sjónvarpi
35%
Útvarpi
46%
Internetinu
54%
Hvaða íslensku fjölmiðl-
um fylgist þú með?
Hvaða dagblöð
verða fyrir valinu?
Fr
ét
ta
bl
að
ið
6
9%
24
s
tu
nd
ir
42
%
M
or
gu
nb
la
ði
ð
17
%
D
V
8%
Vi
sk
ip
ta
bl
að
ið
2
%
70
60
50
40
30
20
10
0%
Notar þú íslenska
fjölmiðla?
55
%
23
%
12
%
9%
Daglega eða nær daglega
Tvisvar til þrisvar í viku
Nokkrum sinnum í mánuði
Sjaldnar
LESA AUGLÝSINGAR OG FYRIRSAGNIRÞað hefur gerst til dæmis í Dan-
mörku að sumir hópar innflytj-
enda eru hættir að nota danska
fjölmiðla vegna þess að umfjöll-
unin um þá er svo neikvæð í
fjölmiðlunum