Draupnir - 01.05.1906, Page 6
522
DBAUPNIR.
ýmsum málum að lúka við Týla Pétursson
hirðstjóra áður hann fór af landi burt, og
höfðu þeir mælt sér mót einn vissan dag
heima í Skálholti. Sá dagur var þegar að
kvöldi kominn, og beið biskupsefni óþreyju-
fullur eftir honum, þegar sást lil mannaferða
á Klifinu og jafnsnemma til annara austur
hjá Tíðaholti. Hann stóð sjálfur í anddyrinu
skygði hönd fyrir augu, og sagði við þá sem
hjá honum stóðu:
»SkyIdi þetta vera eins og mér sýnist, að
þar ríði kona í broddi fylkingar?«
»Nei frændi minn«, svaraði Sigmundur
Eyólfsson. »Það er hirðstjórinn«.
»Ég vænti lians iika, Siggi minn, en úr
hinni áttinni átti ég lians von, en nú sýnist
inér að Týli hirðstjóri komi ríðandi bæði að
austan og vestan. Ég þekki ekki þessa sem
að austan koma«.
Sigmundur systursonur Ögmundar fór þá
betur að gæta að þessu og sagði:
»Mér sýnist eins og þér frændi, að fyrir-
liðar hópanna séu nauðalíkir að sjá, að eins
ríður sá er að austan lcemur meira út í ann-
ari hliðinni, og það kemur þér til að halda,
að þar fari kona«-
I3eir héldu áfram að skyma og heima-
menn að hrosa að tilgátunum, þegar Sig-
mundur liafði gert eftirfylgjandi uppgötvun: