Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 8
524
DKAUPNIR.
raaður átti í hlut, og þar til og með sá, sem
gat orðið áformi hans bæði til gagns og tjóns,
eins og hann benti honum líka á, með því
hann sagðist hafa ritað konungi meðmæling-
arbréf svo hann næði vígslu, en væri ekki
búinn að fá svar upp á það, því konungur
væri um þessar mundir á sífeldu ferðalagi
um Norðurlönd. Þetta allt las liann upp á
hlaðinu í einni bendu áður Ögmundur gat
áttað sig, því í sömu andránni lcom liinn
gesturinn hægt og hátignarlega fram, laul
honum djúpt og lét 'kápuna og hettuna falla
niður um herðarnar, og þarna stóð þá frammi
fyrir honum kona — já, kona há og tíguleg,
— hann hafði séð rétt, — með síða kolsvarta
hettu yfir höfðinu, sem dreyfðist aftur um
lierðarnar og bakið, og fram undan henni
skein á driflivítt lín, sem umkringdi andlitið,
og í sambandi við hreiða hvíta hálskragann,
varð yflrlitur konu þessarar svo fölur og
dauðalegur, að Ögmundi varð hvert við, og
hann hrópaði upp yfir sig af undrun: »Hiu
virðulega, aldurhnigna abbadís Kirkjubæjar-
klausturs! Halldóra Sigvaldadóttir, er þetta
þér! A ég að trúa mínum eigin augum?«
Hún sagði honum með mestu lotningu að
ssfo væri, og að brýn nauðsýn liafi knúð sig
til fararinnar.
»Þér munuð fara með erindi sveinsins