Draupnir - 01.05.1906, Page 13
DRAOrNIR.
529
sumarið og til Grænlands, en skiluðu því þó
aftur með heilu og höldnu til íslands. Ög-
mundur héll þá heim aftur í Skálholt og sat
þar um veturinn. Pannig fórst þessi fyrir-
hugaða ferð hans fyrir.
Vetur sá er í liönd fór var einhver hinn
harðasti sem lengi hafði komið.
Þegar voraði, fór Ögmundur Pálsson aftur
að hugsa til ferða, en það komst samt ekki
í framkvæmd fyrri en eftir þing; þá slógust
líka tveir af liöfðingjunum í förina með hon-
um, það voru þeir Týli hirðstjöri, svo nefnd-
ur, sem liafði um hríð setið í þeirri tignar-
stöðu svona annað veifið, en nú tók Hannes
Eggertsson við þeim starfa í bráðina. þó i
trássi við hann. Hinn var Vigfús Erlends-
son lögmaðurvinur Ögmundar, sem líka hugði
á hirðstjóraembættið. Svo lagði hann á stað
með fylgilið sitt, lærða menn og leika. Peir
komu við í Harvík á Englandi og dvöldu
þar lítinn tíma. Þaðan skrifaði Ögmundur
biskupsefni, Kristjáni konungi II. um að
hann væri kominn á ferðina eftir vígslunni og
lofaði konungi að sýna honum hollustu, ef
liann næði embættinu og fengi sæti í Noregs
ríkisráði. Síðan sigldu þeir þaðan og kom-
usl hamingiusamlega til Noregs.
Alt gekk þar upp á það æskilegasta, hann
hitti hinn æruverða erkibiskup Eirík Walken-