Draupnir - 01.05.1906, Page 16
532
DRAUFNIR.
urinn á Breiðabólssíað milli manna lians og
manna konungs, hvar einn féll af konungs-
mönnum, en annar varð sár. Kristján kon-
ungur hafði hefnt grimmilega fyrir minni
sakir.
Ögmundur reikaði lengi þegjandi til og
frá um gólfið í vandræðum þessum, sem
komu nú yfir hann eins og þruma úr lieiðskiru
lofti. Hinn hugumstóri og hrausti skipherra
A7ar horfinn, hinn harði og einbeitti prestur
sömuleiðis, og þarna stóð ábótinn eftir ör-
vilnunarfullur eins og strandaglópur í ókunnu
landi. Hann réði samt af að halda tafar-
laust til Danmerkur, livað sem þar við tæki,
og það gerði hann. Hann tók aðsetur í út-
jaðri liöfuðborgarinnar með menn sína, sem
voru þar eins ókunnugir og hann sjálfur var.
Island hafði á þessum tíma meira að skifta
við Noreg en Danmörku, og íslendingar voru
ekki einungis ættbræður Norðmanna, heldur
sat liið æðsta andlega vald í Niðarósi, að
Rómaborg undanskilinni, sem sárfáir heim-
sóttu i þá daga. En þrátt fyrir það hafði
strjálingur af íslendingum tekið sér aðsetur í
Kaupmannaliöfn, og komu þeir saman á til-
teknum stöðum til að tala um landið sitt,
segja hverir öðrum fréttir þaðan, ræða um
það, sem þá var tíðast í borginni og fleira,
sem þeim þótti skemtilegast að heyra og