Draupnir - 01.05.1906, Síða 19
DKAVPNIR.
535
sem þessu víkur við, þá lilýt ég að koma
mér vel við þessa konu, liugsaði liann, ef
erindi mínu á að verða framgengt, þó ég
hafi hingað til ekki verið kvennakær maður.
Tilgangurinn helgar verkið.
»Það hlýtur að vera kerling í pilsinu
sínu, þessi Sigbrit, fyrst liún hefir þannig
konunginn sjálfan á valdi sínu«, sagði ein-
hver.
»Já, það er hún vissulega«, anzaðifélagi
hans, sem var nýkominn frá Noregi. Hann
hefir nú nýlega fyrir spillingu hennar gerL
Eirík Walkendorf erkibisltup sama sem útlaga«.
)>það var honum líka mátulegt«, svaraði
annar norskur maður, sem þar var. »I5ví
viti menn, að það var Eiríkur Walkendorf
og enginn annar, sem leiddi konunginn, sem
þá var hertogi, í gildruna í Björgvin fyrir
mörgum árum, og kom honum i kunnleika
við Dýveku, dóttur þessarar kerlingar, sem
öll ríkin liljóta nú bölvun af«.
Þetta var nýmæli, sem allir vildu heyra
meira urn, og sumum þótli ótrúlegt, að kon-
ungur hataði þann mann, sem fyrst og fremst
hefði verið lionum handgenginn og síðan
komið honum í kynni við þá ltonu, sem
allir vissu að liann elskaði svo mikið, já,
svo hóílaust, að það leiL lielzt út fyrir að
hann hefði hina mestu nautn af að brytja
35*