Draupnir - 01.05.1906, Side 22
538
DRAUPNIR.
þckti hann vel frá þeim tíma er hann dvaldi
á Hólum. »Ég var þegjandi heyrnarvottur
að sögu yðar í kvöld, prestur minn«, hélt
liann áfram. »En livar býr þessi kona, sem
þið töluðuð um?« — en svaraði sér þá jafn-
framt sjálfur upp á það: »Ég geri ráð fyrir
að hún búi í grend við aðsetursstað kon-
ungsins«.
»Nei, herra biskupsefni, það gerir hún
vissulega ekki, hún þorirþað ekki fyrir aðlinum,
sem hatar hana; hún er af of lágum stigum
til að koma honum svo nærri, hún sem var
ávaxtasölukona í Hollandi, en greiðasölukona
í Noregi, og þar var það að konungurinn
komst í kunnleika við hana, eða öllu heldur
Dýveku dóttur hennar, sem á að liafa verið
liin fegursta mær; hún er nú dauð, en kon-
ungur heldur samt sömu vináttunni við Sig-
brit og kvað fara mjög að ráðum hennar,
og er henni því kent um margt af þeim
grimdarverkum, sem konungur hefir látið
fremja á aðlinum í ríkjum sinum«.
»Hvað kemur mönnum lil að halda
slíkt?« spurði Ögmundur.
»það tvent, sérstaklega, að konungur
hatar aðalinn eins og hún«, svaraði prestur.
»Og í annan máta að hann léttir okið á al-
múganum, hvar sem hann fær því við kom-
ið, og stundum sér í stórskaða og vill kosla