Draupnir - 01.05.1906, Page 23
DRAUPNIB.
539
kapps um að menta hann, þar sem hann
hefir áður verið þrælkaður af aðlinum, en
allir A7ita að Sigbrit er sjálf af lágum stigum«.
iiÞað getur alt eins vel legið til grund-
vallar þeirri breytni konungs«, sagði Ögmund-
ur, »að hann var að meiru eða minna leyli
fóstraður lijá kaupmanni liér í borginni, sem
hefir sjálfsagt ekki setið sig úr færi að snúa
athygli hins tilvonandi konungs að stéttar-
bræðrum sínum og almúganum — hraklega
valið fóstur konungssyni! — En hvar býr
Sigbrit?«
»Hérna örskamt burtu, lierra! En ég
get varla sagt, að ég næði tali af lienni,
bannsettri norninni, því strax og ég sagði
henni, að ég væri prestur og vildi komast
hærra, lét liún dæluna ganga um yfirgang
andlegu stéttarinnar og jafnvel sjálfs páfans,
nefndi þá hræsnara, mannhunda og öllum
illum nöfnum, liún kvað liafa hatað alla
andlegu stéttina síðan erkibiskupinn blandaði
sér inn i ástamál konungsins«.
Margt af þessu liafði Ögmundur heyrt,
mest þó meðan hann dvaldi í Noregi og
sumt heima, en hann lét eins og liann væri
því ókunnugur til þess að frétta alt sem
greinilegast. Honum liafði lika llogið til
eyrna að konungur vildi heldur hnekkja
prestavaldinu en auka það, ef hann sæi sér