Draupnir - 01.05.1906, Page 30
546 .
PKAUPNIR,
heyra bjölluhljóm lágan, svona«, hún sluddi
á fjöður í veggnum, og kvað þá við óljós
ómur eius og í fjarska. »En heyrirðu ekkert,
þá farðu ferða þinna og flýðu ef þú mátt;
því illa kann eg því að þú verðir lekin hérna
fyrir augum mínum. En heyrirðu hann þá
komdu undir eins inn með þennan«. Hún
benti á lúðurinn. Rétt í sama bili heyrðist
þungt fótatak á ganginum. Ögmundur hol-
aði sér út um vegginn og livarf, en Sigbrit
sat linarreist, hreyiingarlaus á stólnum sein
fyr. Maður sá sem nú gekk inn til hennar
var fremur stór vexti, bar með sér mikilúðg-
an svip og hafði sveipað utan um sig stórri
kápu, sem liann lét nú falla niður á gólíið.
Skaut þá eldhvössum augum, sem nærri því
blóðþorsti skein út úr, undan barðabreiða
liattinum sem liann hafði á höfðinu.
»Velkominn herra konungur!« sagði hún,
en hrærði sig ekki hót.
Konungur gekk þá með löngum skrefum
þétt upp að hcnni, horfði inn í augu hennar
og sagði með járnharðri raust:
»Hvað er í fréttum? Og hví stendur þú
ekki upp á móti mér?«
»Fyrirgefið mér herra konungur! ég var
í leiðslu. Mér fannst sem ég hefði Dýveku
mína sælu í skauti mínu«.
Konungur þrútnaði og sagði: