Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 34
550
DKAUPNIR.
ir fætur lians, rétti að honum lúðurinn fagra,
og bað sér griða.
Konungur varð ölduugis forviða, þetta
lcom honum svo á óvart, en samt lenti mesta
undrun hans á lúðrinum. Hann sagðist aldrei
hafa séð jafn góða gersemi, og bar það und-
ir vinkonu sína, cn hún sagðist liafa séð
annan jafngóðann. Konungur var nú koin-
inn í bezta skap og horfinn allur vígahugur,
en dró það í efa, að hún gæti fært sönnur á
mál sitt, og þau héldu áfram að þrátta uni
þetta, þar til þau veðjuðu, eða réttara sagt
konungur, um 500 dali.
Meðan þessu fór fram, lá Ögmundur á
knjánum eins og auðmjúkt barn. Sigbrit vatt
sér þá að kjöltubarni sínu, rakti utan af því
reifana, þar til lúður sá er Ögmundur hafði
gefið henni lá eftir.
»Vitra og ráðsnjalla kona! Þella var þá
kjöltubarn þitt!« varð konungi að orði. »Hvers
beiðist þú fyrir gjafarann og hver er hann?«
Hún benti á Ögmund og kvaðst biðja
hans vegna um salcauppgjöf og emliætli það,
sem hann væri til kjörinn.
»Hvorltveggja skal þér verða veitt til handa
skjólstæðingi þínum«, sagði konungur. »Og
það á þessum minningardegi okkar beggja«.
»Statlu þá upp, íslendingur, bæn þín er
heyrð«. sagði lnin við Ögmund. »Á morgun