Draupnir - 01.05.1906, Síða 35
DHAUPNIR.
551
eða liinn daginn skal ég senda þér skriflegt
samþykki konungsins uppá embættið«.
Ögmundur stóð feginsamlega á fætur
kvaddi konung með virktum, og gekk inn í
launherbergið um aðrar dyr, og heyrði áfram-
haldið af samræðu þeirra.
»Og þú hefir þá skotið skjóii þínu yfir
einn af þessum biskupum«, heyrði hann kon-
ung segja.
»Já, herra«, svaraði hún. »Þetta er líka
bezti maður, góðgirnin Iýsir svo sjáanlega út-
úr andlitinu og augunum á honum«.
»Það getur verið satt, en mér sýndist það
Vera ótti fyrir dauðanum«, svaraði konung-
Ur. »Og hann er liið mesta glæsimenni, en
alt trúarstagl þessara biskupa er blekking,
lélegur málmblendingur, sem fáein gullkorn
felast í. Til dæmis að taka lireinsunareldur-
inn þeirra, hvað heldurðu að liggi til grund-
vallar fyrir honum, annað en ýms atriði úr
görnlu goðatrúnni, og sama er að segja um
Þeirra himnaríki! Ég liata allan þeirra upp-
gerðar heilagleika, sem aðallinn hérna og á
öllum Norðurlöndum fcrúir á, og sem bindur
svo hendur ríkisstjórnarinnar, að konung-
dómurinn er orðinn lítið nema nafnið«.
»Það er svo um hvert mál sem það er
virt, herra konungur! Það er varlega ger-
andi að áfella trúarbrögðin, þau eru góð í