Draupnir - 01.05.1906, Page 42
558
DRAUPNIR.
»Hvar eruni vér nú staddir?« spurði
hann. Hann vissi það ógerla, en hélt samt
»einhverstaðar á leiðinni til Hjaltlands«.
»Nú skulum vér þá«, sagði biskup klökk-
ur, »snúa oss með bæn og od'urgerð til liöf-
uðdrottningarinnar jungfrú Sankti Maríu,
hennar ímynd heiðrast og dýrkast á Hofstöð-
um fyrir norðan í Hólabiskupsdæmi«. Á
þetta urðu allir sáttir og hver hét að gefa
sinn skerf og láta segja lofsmessu lienni til
dýrðar á tilteknum degi og senda mann til
Ilofstaða með það. Svo lofaði biskup fyrir
sjálfan sig að láta gera skip af silfri um 5
lóða þungt og hengja það upp í Hofstaða-
kirkju, til vitnisburðar um þessa jarðteikn.
»Ef þeir næðu höfn í einhverju kristnu
landi um Maríumessu hina fyrri«. Þetta á-
beit heppnaðist svo vel, að þeir komust með
beilu og liöldnu lil Hjaltlands nokkurn veginn
á tilteknum tíma eða svo. Hann kom til
Leirvíkur og tók nú til starfa sinna, senr
hann liafði tekist á hendur í Noregi, að at-
huga trúarástandið þar á Hjaltandi, eða sem
nú kallast »Shetlandseyjar«, ferðast úr einni
eyju í aðra, því eyjarnar eru margar bygðar
um 30 eða meira, og liann taldi þetta ferða-
lag ekki eftir sér í þarfir kirkjunnar og trú-
arbragðanna. Þaðan fór bann svo lil Orkn-
eyjanna, dvaldi nokkuð lengi í Mainland,