Draupnir - 01.05.1906, Page 44
560
DRAUPNIR.
hans fasta og lausa fallna undir Hólakirkju
að helmingi, eins og þá var siðvenja. Mað-
urinn lcom ekki að heldur. Og þegar pró-
fastur sá að hann sinti ekki dómnum, sendi
hann menn til að taka hann fastan og flytja
hann heim að Hólum. En þá bárust honum
þau tíðindi, að Teitur í Glaumbæ væri búinn
að taka hann undir vernd sína, með því að
hann var þá sýslumaður Húnvetninga, og
hann hefði jafnframt slegið vernd sinni yfir
eigur hans allar. Prófastur roðnaði við fregn-
ina og sagði:
»Teitur ætlar þá að fara að troða ill-
sakir við oss«.
»Lægja varð liann sig samt, lierra sá«,
sagði Gunni gamli Hólaskáld, »þá er Gott-
skálk biskup reið heim til hans og jós yfir
liann hinum verstu skömmum, og liann varð
feginn að bjóða biskupi sjálfdæmi«.
»Þá voru dagarnir aðrir, Gunni minn,
en samt getur farið svo, að hann sleppi ekki
alls kostar lieill úr Ieik þessum«.
Svo varð liann stiltur í máli, eins og
hann væri að leggja einhver ráð niður i liuga
sínum, sneri sér svo að Gunna og sagði
gletnislega:
»Eg hefi nú ásett mér að stefna sýslu-
manninum í hans eigin þinghá að Sveins-
stöðurn lil að svara mér til réttra laga