Draupnir - 01.05.1906, Síða 47
DBAUPNIR.
563
sást til annarar þyrpingar að vestan, sem var
alveg ólík riddaraliði þeirra fjandmannanna,
því þessi var þrýstnust um höfuð og herðar.
Þetta voru heimamenn og nágrannar ábótans,
sem eftir tilmælum lians hlupu til að skilja
óvinina, og gripu þeir alt sem fyrir varð og
þeir hugðu að bezt mundi skakka leikinn.
Ábóti sjálfur, prestar hans og munkar
urðu nokkuð síðbúnari.
Bardaginn, með öllu því sem honum
íylgdi, var því byrjaður af nýju, en þá urðu
skjót umskifti. Fyrst varð eins og menn
rækju upp eins konar köfnunarhljóð, eins og
hin grimmasta heift breyttist á svipstundu í
jafndjúpa undrun, svo heyrðist ekki stein-
liljóð. Þá ósamanhangandi partar af bless-
unar- og bölvunaryrðum, sem köfnuðu í fæð-
ingunni aíö eitthvert gagnstætt afl, sem greip
inn í. — Það voru þófar, meljur, koddar,
sængur og aðrir gljúpir en fyrirferðarmiklir
búslilutir, er vopnin bitu ekki á, sem komu
eins og úr lausu lofti hvaðanæva, duttu niður
og þvældist fyrir fótum stríðsmannanna, svo
þeir gátu ekki notið vopufimi sinnar.
»Guð og hinn mildi Martínus!« hrópaði
Þorleifur Grímsson, sem liafði í mesta grann-
leysi tekið þátt í för þessari. »Hvaðan úr
djöflinum kemur þetta alt?«
Jón prófastur Arason varð fyrir svörun-