Draupnir - 01.05.1906, Page 50
566
DRAUPNIR.
drifna hnakknum sínum; fagurlega lcögrað
yfirdekk huldi nærri því gæðinginn, sem hann
sat á og sem óþolinmóðlega sporaði jörðina
með framfótunum og beið eftir að mega þjóta
á eftir hinum, sem á undan voru farnir.
Hrímandinn eða taumarnir voru settir saman
úr gröfnum koparstokkum negldum á leður
og fest saman með kengjum, og líklust í
fljótu bragði skrautlegu stolckabelti. Reiðinn
var sömuleiðis þakinn fögrum, gröfnum kop-
arskjöldum og gægðist ofurlítið undan yfir-
dekkinu. Þannig ríðandi stakk Teitur Þor-
leifsson heilu hendinni í síðuna og kvaddi
prófast, þar sem hann var að tala við Ilelga
ábóta, með þessum orðum:
»Hvað gott hefir þú nú lilotið af stefnu-
för þessari? Ekkert nema smán«, svaraði
liann sér sjálfur. »Heilagleiki ykkar syndir
ofan á, en ég geri ráð fyrir að gall og gor
sé í gripunum sjálfum eins og gerist«.
Svo þeysti liann til manna sinna, og
þurfti hvorki að slá í, né gat keyrt hestinn,
sem þaut eins og örskot inn í hóp fylgdar-
mannanna, sem voru komnir langt á undan-
Prófastur, ábóti, Rafn Brandsson og
Grímur lögmaður stóðu steinþegjandi og
horfðu á eflir honum, og skotruðu svo auguin
yfir vættvanginn; þar voru hinir særðu farnii'
að skríða á fjórar fætur, nema einn, sem