Draupnir - 01.05.1906, Side 52
568
DBATJPNIB.
»Ekki er ráð nema í tíma sé tekið«.
.... Mikið er um þá maðurinn býr,
margt hefur liann að liugsa ....
Gömul vísa.
Svo víkjum vér aftur til Ögmundar bisk-
ups Pálssonar. Eftir að hann hafði uppfylt
alt, sem hann hafði lofað andlega ráðinu í
Niðarósi, lét hann í hafúttil íslands; og það
var nú alveg eins og höfuðskepnurnar hefðu
geíið honum fult fararleyfi, því honum byrj-
aði vel, en hann komst þó ekki í þá höfn,
Hólminn, sem lionum var hentugust, heldur
tók hann höfn á Vesturlandi. Fór hann svo
með fylgdarlið sitt til Ara bónda í Saurbæ á
Rauðasandi, hvíldi sig þar í nokkra daga og
hélt að því búnu heim í Skálholt, og tók að
búa þar um sig hið bezta, eins og hann bygg'
ist við, að eiga þar langa dvöl, sem líka var
eðlilegt, því hann var á dágóðum aldri, þó
liann væri langt frú ekki ungur, var hann
samt hraustur og hafði hin beztu skilyrði til
að njóta lífsins í ríkulegum mæli.
Fyrstu dagana eftir að hann kom heim,
eftir þessa löngu útivist, gekk liann regluleg-
an herserksgang, það var svo margt og mikið
sem hann varð að vasast í, og það sam-
stundis, að hann vissi naumlega á liverju
liann álti að byrja.
Meðan hann dvaldi í Saurbæ, fékk liann