Draupnir - 01.05.1906, Page 53
DRAUPNIR.
569
greinilegar fréttir af mörgu sem við liafði bor-
ið í fjarveru lians, um Sveinstaðareiðina hrika-
legu, stefnur Jóns prófasts Arasonar til Helga
ábóta á Þingeyrum fyrir smásakir, en í raun
og veru fyrir hluttöku hans í hinni fyrnefndu
reið; svo og um stefnur hans til Teits Þor-
leifssonar og alþingisdóminn í því rnáli; og
síðast var honum sagt hvað á því þingi, sem
þá var nýlega um garð gengið, hafði gerst;
það meðal annars, að Teitur Þorleifsson hafði
tekið við lögsögu norðan og vestan 1 stað
Gríms á Ökrum, en Erlendur Þorvarðarson,
sunnan og austan sumarið fyrir.
Þetta voru alt stórvægilegar breytingar,
en þó fanst bonum mest um athafriir Jóns
Arasonar, og lrann sá nú sem var, að hér
var ekki við lamb að leika, og hann þurfti
að vinda bráðan hug að því að hnekkja valdi
hans, áður en hann yrði fastari í sessinum
en þá var orðið. Samt mat hann bráðu þörf-
ina mest. Kallaði sarnan presta sína, bar
undir þá kirkjumálefni, lét þá dæma dóma
og ræddi við þá um ýmislegt, er honum fanst
til framfara lúta, og liann hafði kynst í þeim
löndum sem hann haí'ði sótt heim. Svo vék
hann sér að liinu verzlega; slcoðaði innstæðu
peninga staðarins og staðarbúanna, lét telja
upp fyrir sér jarðagóz kirkjunnar, skipastól-
inn og í einu orði alt, sem hann nú hafði