Draupnir - 01.05.1906, Síða 54
570
DRAHPNIR.
með höndum. Að öllu þessu loknu, varpaði
hann sér niður í biskupsstólinn, hallaði sér
aftur á bak og rétti frá sér fæturna til að
hvíla sig sem bezt. Hann var í því ólíkur
sumum af fyrirrennurum sinum, að hann
fylgdi engum sérstökum hæverskureglum, þeg-
ar svo bar undir, og leitaðist ekkert við að
bera utaná sér neinn svip af andlegheitum,
en hagaði sér, fyrra part biskupsstjórnar sinn-
ar, eins og frjálst barn náttúrunnar, sem
fylgdi innblæstri sínum í flestum greinum.
Hann hvíldi sig svona hugsunarlaust, meðan
hann var að jafna sig eftir áreynsluna, og
rankaði fyrst við sér, er Jón Einarsson kirkju-
prestur gekk prúðmannlega inn í stofuna í
sínum erindagerðum.
»Vel á minst, Jón prestur«, sagði biskup
og reisli sig upp: »Eg var nærri því farin
að gleyma áheiti því sem vér gerðum á heim-
siglingu vorri. Geturðu ekki bent mér á hæfi-
legan mann til að koma heitfénu, »silfur-
bátnum«, sem nú er alger, til síns sama stað-
ar í Hofstaðakirkju hið bráðasta? því það er
mælt, að þeim mönnum farnist lítt, sem bregða
þannig löguð lieit«.
»Og jú, herra biskup, Pétur prest Páls-
son«.
»Pétur prest Pálsson!« át biskup eftir
honum. Hann fer norður, en í öðrum erinda-