Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 57
DRAUPNIR.
573
Jón Finnbogason fyrir vestan heiði, og sendu
hraðboða á milli sín, um eitthvert mildlsvarð-
andi málefni, sem fyrst fór dult. Skömmu
seinna komst þetta þó i hámæli, með því
ábótinn á Þverá og ábótinn sáttgjarni á
Þingeyrum stofnuðu til preststefnu l'jölmennr-
ar á Hólum í Hjaltadal.
Á því þingi lögðu ábótarnir fram skjalið,
sem þeir liöfðu fengið frá kirkjuvaldinu í
Niðarósi, um að þeir mættu sjálíir kjósa sér
biskup. En nú sögðu þeir að liinn nýi biskup
í Skálliolti, þættist hafa i liöndum umboðs-
skjal frá sama kirkjuvaldinu, sem liljóðaði
upp á, að hann ælti hér öllu að ráða í þessu
millibilsástandi, og það mundi vera satt, því
hér væri á fundinum maður, sem væri hand-
genginn biskupi þessum, og bentu á Pétur
prest Pálsson, þá nýkominn að sunnan.
Hann þættist ekki einungis hafa séð umboðs-
skjalið, heldur hefði fengið fult vald af bisk-
upi til að skipa fyrir um ýmislegt, sem kirkju-
mál áhrærði, og væri jafnvel orðinn ráðs-
maður staðarins — presturinn sjálfur — hinir
litu þá til séra Péturs og brostu háðslega —
og liann(!) með þetta vald í höndum sér,
væri búinn að tilnefna umboðsmenn liingað
og þangað í stiflinu, að öllum Norðlending-
um fornspurðum — hlátur.
Og svo ætlaði biskupinn sér að þröngva