Draupnir - 01.05.1906, Page 60
576
DRA.UPNIR.
prestar og prófastar í stiftinu, príórinn og á-
bótarnir sömuleiðis. Helgi ábóti engu síður
þó sökótt væri með þeim prófasti, — rituðu
nöfn sín undir köllunarbréfið, eða sem
eins vel mátti kalla það »kröfuskjalið«, því
þeir báðu erkibiskupinn auðmjúklega, og
kröfðust af honum, að liann ónýtti ekki hið
fyrra leyfi kirlcjuvaldsins um að þeir mættu
sjálfir kjósa sér biskup; og að þeir einliuga
kysu Jón prófast Arason, sem þeir sendu
lionum skjalið með; og að þeir vildu ekkert
hafa að gera með yfirráð Skálholtsbiskups-
ins. Og þeir enduðu bréfið með ýmsum
sakargiftum á hendur Ögmundi biskupi fyrir
afskifti þau sem hanu liafði haft af norður-
stiftinu.
Ögmundur biskup hélt nú kyrru fyrir
fram eftir haustinu, er hann liafði sent menn
sína í ýmrar áttir til að kippa því í lag, er
hann vildi vera lála og beið svo tiðindanna
áhyggjulaus, en þegar þau komu, tók hann
karlmannlega á móti þeim.
Um þessar mundir sátu þeir kirkju-
prestur og hann á eintali, því þeir voru vinir
innbyrðis og lét biskup stundum uppi við
liann ráðagerðir sínar, og fór jafnvel stund-
um að ráðum hans þegar liann var í góðu