Draupnir - 01.05.1906, Page 61
DBAOTNIR
577
skapi. Fyrst fóru þeir að tala um Hólastól
og dró biskup ekki dulur á að hann ætlaði
sér að koma honum þar að, og fór jafnframt
að stinga upp á ýmsum breytingum þar í
stiftinu, þegar Jón Einarsson væri sestur að
völdum — prestur nefnilega —, Jón gaf fátt
upp um það og braut upp á öðru efni, fór
að tala um utanför þeirra og málaferli þau
sem hann hafði heyrt bislcup tala um að
hann ætlaði sér að liefja út af dánarbúi
Vigfúsar heitins Erlendssonar, fyrrum hirð-
stjóra og lögmanns, sem var biskupi samferða
til Noregs og dó þar. Sagði biskup að sér
bæri úr því búi 90 merkur og Skálholtskirkju
jafnmikið, enOOmerkur yrðidánarbúiðaðgreiða
fyrir það að Vigfús hefði nolið allra náðar-
giafa kirkjunnar eins og ósekur maður, og
hafði þó búið í fjórmennings meinliugum
saman við síðari lconu sina, og fyrir það ó-
dæði væri alt lians fé upptækt og kvaðst hann
hið bráðasta þurfa að stefna því máli fyrir
dóm presta sinna.
»Og þetta leið þó hinn sæli Stefán bisk-
up«, varð presti að orði.
»Hvað um það, sonur, mig varðar ekkert
um það! Hann var biskup fyrir sig, og ég
fyrir mig. Þelta Dalsfólk var í órjúfandi vin-
fengi við hann«.
»En í rjúfanlegu við yður, herra«, laum-