Draupnir - 01.05.1906, Page 62
578
DRADPNIK.
aði prestur fram, því honum var kunnugt
um að þeir voru mildir vinir, og að biskup
gekk í ábyrgð fyrir hann í Harvik á Englandi
og fékk góðar jarðir að veði, en nú var Vig-
fús andaður. Biskup skildi sneiðina, stökk á
fætur og út. Ivom samt að vörmu spori inn
aftur mildu spakari í fasi sínu og sagði:
»Pétur prestur Pálsson er kominn að norð-
an, láttu hann koma hingað inn til mín«.
Prestur gekk út, en Pétur kom inn.
»Hvað segir þú mér í fréttum að norð-
an af stórbokkunum þar?«
»Séra Pétur sagði honum í fám orðum
ágrip af því, sem þar hafði gerst á presta-
fundinum á Hóluin. En þegar biskup heyrði,
að þeir hefðu kosið Jón Arason fyrir biskup
og ritað erkibiskupi um að staðfesta köllun-
arbréfið með því að ^eita honum biskups-
vigslu, varð hann nærri því hainstola, spurði
ekki ítarlegar um nokkurn skapaðan hlut, hafði
ekki geð í sér til þess, en þagði þar til reiði
hans sjatnaði svo mikið, að hann gat talað
um málið nokkurn veginn rólega.
»Um hvað skrifuðu svo þessir þorparar
erkibiskupi?«
»Ég las ekki skjalið, lierra, af því ég gaf
Jóni ekki atkvæði mitt, skjalið Iá þar á borð-
inu lil undirskriftacc.
»Og heldurðu að ég trúi því, að þú, sem