Draupnir - 01.05.1906, Page 64
580
DBAUPNIR
upi góða hefði gefist og sem nemi ekki minna
en tveimur hundrum tólfræðum at rínskum
gyilinum, og séuð þér ófáanlegur til að skila
fé þessu aftur, jafnvel þó erkibiskup hafl
ítrekað það við yður?«
Biskup spratt upp fokreiður og sagði:
»Hvaða reikningsskil hefði ég svo seni
átt að gera þeim erkibiskupi, sem var flúinn
af landi burt, og ritaði mér bréfið á flóttan-
um, og eftir einhverjum sfúðursögum, sem
lionum höfðu borist til eyrna einhvern tíma
eftir að biskupsár hans voru tafin, því öllum
er Ijóst, að honum var vikið frá embætti
sinu, þegar ég varð biskup. Átli ég þá að
hafa gert þetta meðan ég var ábóti í Viðey
eða meðan ég var prestur á Breiðabólstað?«
Að þessu hló liann napurt, þó hláturinn væri
honum ekki eiginlegur.
»En liér skal koma hart á móti hörðu!
Jón Arason skal aldrei — ég endurtek —-
ahlrei komast á fund erkibiskups til að. bera
mig rógi þessum, því undir eitis og ég má
því við koma skal ég senda menn norður til
að birta honum forboð — fyrirbjóða honum
að fara af landi burt með þetta glópskuskjal.
En því miður hefl ég ekki tölc á því í bráð.
Eg verð fyrst að gera svo margt annað. Eg
stefni honum fyrir óviðurkvæmilegan yfirgang
í mínu umboðsstifti; og svo hefir hann, þrátt