Draupnir - 01.05.1906, Side 70
586
DEAOTNIR.
menn sæktu eftir að komast að Hólum, og
í þjónustu hans.
Það var dag nokkurn árla um þessar
mundir, að heimamenn fóru i einskonar smala-
reið um skagafjörðinn, og sérstaklega sveinar
Jóns Arasonar. Þorsteinn prestur Gunna-
son og fleiri glaðlyndir og áhyggjulausir menn,
héldu sér hóp, sumir þeirra nokkuð við öl.
Þeir riðu fram í fjörðinn, fóru í sprettum, og
svo geyst í köflum eins og hestarnir gátu far-
ið, voru sumpart í smáhópum, einn og tveir,
eða þá allir saman og göspruðu margt um
húsbónda sinn, Ögmund biskup og Teit Þor-
leifsson, bölvuðu þeim og rögnuðu og voru
háværir.
»Lítið upp sveinar!« hrópaði Þorsteinn
prestur Gunnason.
»Þeir gerðu það, og sáu heilmilda fylk-
ingu svífa áfram, svo að segja hljóðlaust, eins
og í einhverjum andlegum hugleiðingum.
»Þarna fara einhverjir þorparar þeirra
Teits og Ögmundar hiskups til að njósna hvað
gerist«, stakk einhver upp á — þess háttar var
þá svo algengt, en sjaldan meir en einn i einu.—-
»Þetta er slægarhragð! Þeir látast koma
af tilbeiðslufundi frá Hofstöðum, og ætla svo
að skipa sér niður á bæina til að njósna«.
»En nú skulum við skipa okkur í eina
fylkingu og beita öllum hestunum jafnframar-