Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 74
590
DRAUPNJR.
gjaíraildi, prúðmennsku í dagfari og hjáhliðr-
unarlausa greiðvikni, gerði hann aðlaðandi.
I’etta fyrnefnda kvöld reið Þorsteinn prestur
einsamall heim að Hólum, og þar sem hann
liafði þar engan vissan starfa á liöndum,
og átti alstaðar jafnt heima á staðnum, gekk
hann úr einni stofunni í aðra, talaði stundar-
korn við þá sem fyrir voru og hélt þannig
ferðalaginu áfram aftur og fram urn allan
staðinn, jafnt til karla og kvenna; eins og
þeim hættir stundum til, sem eru starfsmenn
að eðlisfari, en hafa ekkert að gera, einhverra
orsaka vegna. Þegar hann hafði reikað svona
um stund, kom hann inn í það lierbergi, sem
Jón Arason sat í. Kertaljós brann á borðinu
fyrir framan liann, en hann sat samt og
hafðist ekkert að. Hann leit við er liann
heyrði fótatakið og sagði:
»Ertu að leita að nokkrum eða nokkru
hérna inni?«
»Já«, svaraði prestur. »Ég er að leita
að einhverju sem ég veit ekki hvað er, en
sem mig samt vantar. Eg er búinn að sveima
um livern krók og kyma hér á staðnunr.
Inn til húsfrú Helgu og þjónustupiknanna,
sveinanna ykkar, Tótu og veizlumannanna,
eða með öðrum orðum, heininga- og þurfa-
mannanna, en alt árangurslaust, prófaslur
góður, ég hefi livergi fundið þetta »Eitthvað»,