Draupnir - 01.05.1906, Side 83
DRAUPNIR.
599
honum, og gamla Sigbril sömuleiðis, en hún
var svo skelkuð, kerlingar-tetrið, að hún lét
llytja sig til skips í lokuðum kassa. Svona
líta friðarhorfurnar út hérna í höfuðborginni«.
Svo fylgdu aðrar fréttir.
wl’að cr þá komið hátt upp í ár síðan
þetta skeði«, sagði biskup, »og konungur var
ekki kominn aftur í baust. Veröld þessi er
á reiðiskjálfl«. Séra Jón kirkjuprestur sat
inni hjá honum og gaf orð og orð inn í á
stangli. Þeir vissu þá ekki fyrri lil en séra
Pétur Pálsson gekk rakleiðis inn til þeirra;
hann hafði nokkrum sinnum knúð dyrnar,
en þeir ekki heyrt.
Biskup teygði úr sér og geyspaði leið-
hidalega, eins og þegar menn hörfa frá ein-
hverju leiðinlegu og vita ekki livað svo
kemur.
»Hvað segir þú í fréttum, Pétur minn?«
sagði hann.
»Sömu tiðindi og fyrrum, herra!« svar-
aði prestur, og hrosti með gremju. »Eg var
Qarraður, en á alt annan hátt en Ólafur
Qíslason. Ég reið heim að Hólum, fékk
beztu viðtökur, fann Jón prófast, sem leiddi
'Hig sjálfur inn í Arnarstofu, en fanst þar
kalt og gekk, að ég ætlaði, nokkur augnablik
fram til að láta leggja eld í arninn, en sá
eldur kom aldrei og prófastur ekki lieldur.