Draupnir - 01.05.1906, Side 85
BRADPNIR.
601
l)óknast, Jón rainn, en fyrst þú ert í því líkur
Tómasi postula Drottins vors, að þú vilt
þreifa fyrir þér áður en þú trúir, þá er það
nú mitt ráð og vilji, að þú ríðir sjálfur
norður með nokkra sveina, og talir svo hóg-
látlega við nafna þinn um nauðsyn staðarins
og friðarins, sem þér er unt, og vitir svo til,
hvort þú getur ekki með góðu lægt svo í
honum rostann og metnaðinn, að hann hætti
við utanförina, er þú liefir birt honum stefnu
mína á löglegan liátt«.
»Ég fæ elcki séð, herra biskup, í hverju
þessi stéttamunur er fólginn. Ég liíi liérna
ánægður engu síður en þér sjálfur, og eftir
liverju meiru á þá að sækjast«.
»Pú ert góðum mun betur kominn sem
fiiskup á Hólum en kirkjuprestur í Skálliolli,
og þessi Jón Arason er ekkert neina djöfuls
larfur, — mesti larfur, — já, djöfuls larfur!«
Svo fóru þeir hóglátlega að ræða um
þella og biskup sýndi presti fram á svo margt
girnilegt við stöðu þessa, sem prestur hafði
aldrei liugsað um, svo hann samþykti að fara
*ör þessa, en gleymdi þó von bráðar aftur
öllum kostunum við hana.
það var enn þá góður tími til vorsins og
hl þess tíma sem Jón Arason gat farið að