Draupnir - 01.05.1906, Page 89
DRAUPNIR.
(505
höndum, með því Ögmundur biskup sló slöku
við norðurstiftið eftir að kirkjuprestur hans
hvarf erindislaus heim aftur; sumir héldu að
það boðaði frið, en hann hélt sjálfur að bisk-
up væri að sækja í sig veðrið, og mundi
finna upp á einhverjum spánýjum brögðum
þegar minst vonum varði, og því samkvæmt
hagaði hann sér með útbúnaðinn.
í þá daga, eins og enn þá á sér stað,
ferðuðust margir á vetrum og sneiddu þá ekki
hjá biskupssetrunum; á þann hátt bárust Skál-
holtsbiskupi fregnir um að Jón Arason drægi
engar dulur á, að liann ætlaði utan þegar
voraði; á hinn bóginn frétti prófastur, að
Ögmundur biskup þyrfti oft og margt að tala
við stólslandsetana og bændur í einrúmi, sem
hafði ekki fvrri verið venja hans, því hann
var ekki dulur maður. Al' þessu ályktuðu
þeir, hver um sig, að eitthvað stæði til. Jón
Arason vildi verða fyrri til, að vita hvað það
væri, og tók það þá til ráðs, að senda Ólaf
Ormsson, einhvern trúasta og ötulasta þén-
ara sinn á fund biskups, með auðmjúkt af-
sökunarbréf til hans fyrir hina fyrri breytni
sína; spurði liann til ráða um ýmislegt smá-
vægilegt, sem hafði farið aílaga í stiftinu og
svo framvegis, til þess því betur að leiða grun
hans frá utanför sinni og vígslu.