Draupnir - 01.05.1906, Page 90
eo6
DRAUPNIB.
Ferðalag þetta gekk eftir öllum vonum,
Sveinninn var einsamall á ferð og fékk til
reiðar beztu gæðingana, sem til voru á Hói-
um. Hann kom í Skálholt skömmu fyrir
páskana, en þá var jafnan mikið um hátíða-
höld og messur hjá kaþólskum, og svo var
líka í Skálholti.
Biskup tók sveininum liið hezta og fól
kirkjupresti að sjá um, að hann fengi engu
verri viðtökur en liann hefði hlotið á Hólum.
Þessu lók hann fegins hendi, lét hann fá
stofu fyrir sig, nóg ölteiti og þar til og með
tvo af herbergjasveinum hiskups, sem áttu að
skemta honum um páskana, sýna honum
staðinn, staðarbúin, kirkjuna utan og innan
og yíir Jiöfuð alt sem vert var að sjá, og í
þessari sæluvist yfirgefum vér Ólaf Ormsson
um stundarsakir.
Að aílíðandi páskum þessum fóru hinir
þýzku vetursetumenn á Hólum að lýgja sig til
brottferðar, og það hét svo að þeir biðu byrj-
ar, en þeir drógu samt að viða að sér mat-
vælum og öðru smávægilegu, með því ekkert
rak á eftir. A hinn bóginn var Jón Arason
á sifeldum smá ferðalögum bingað og þang-
að um Skagafjörðinn, hann þurfti að ráðstafa
svo mörgu áður en lrann fór í þessa lang-
ferð. Hann fór að hitta séra Finnboga Einars-