Draupnir - 01.05.1906, Page 92
608
DRAUPNIR.
heyrt að eitthvað stórkostlegt lá við, einhvers
líf var í veði, og sá sem ætlaði að koma i
veg fyrir slysið, leitaði árangurslaust að þeim
sem átti að bjarga, úr einu lierbergi í annað.
Þau Jón og Helga horfðu hvort framan í ann-
að, og sögðu með talandi augnaráð: »Hvað
gengur á«. En þá var rokið inn á þau, og
sá sem það gerði, var óþekkilegur fyrir ryki
skarni, svita og leirslettum, og var þar á of-
an aðframkominn af þreytu og mæði; saml
þreif hann í axlirnar á Jóni og ösluaði fram-
an í hann með síðustu kröftum sínum.
»Forðaðu þér héðan hið bráðasta, líf
þitt liggur við!«
Jón spratt upp úr stólnum, en hinn
lleygði sér niður i hann og varpaði mæðinni.
»ÓIafur Ormsson, ertu orðinn vitlaus
maður?«
»Nei, hiskupsefni!« stamaði maðurinn
fram.
»Heldur narraði djöfuls Skálholtsmein-
vættin mig til að halda kyrru fyrir um alla
páskana, í hinu snjallast útreiknaða svika-
yfirlæli, og lét tvo af djöflum sínum ganga
mér til lianda, þar til á fjórða páskadag að
þeir hurfu, og ég fekk vit mitt aftur við það.
IJá sagði mér einhver að biskupinn hefði rið-
ið norður með 300 manna vel vopnaða dag-
inn áður áleiðis hingað«. Svo gapti hann