Draupnir - 01.05.1906, Page 93
DRAUPNIK.
60Í)
og stóð á öndinni um stund og hélt svo
áfram:
»Eg fann um síðir hestana mína og lagði
á stað á eftir d.........kvikindinu og hef
að heita, riðið dag og nótt síðan! — Og ég
reið fram hjá flokki hans á Mælifellsdalnum,
mér kom þá að gagni að ég var vegunum
hérna kunnugri en liann, ég lór svo yfir
Jökulsá lijá Þverá, þá fram Vindárdal að
Kjarvaldstöðum og svo lieim!«
Þegar liann slepti síðasta orðinu, leið
liann í nokkurskonar ómegin og hann heyrði
það síðast til þeirra, að prófastur sagði við
Helgu og klappaði á liöfuð honum: »Mundu
mig um að koma honum undan Ögmundi
biskupi!« — Svo vissi hann ekki meira um
sig um stund, eða þau, en hné í væran hlund
þar sem hann sat, og vaknaði fyrst við ógur-
legt skark, háreisti og vopnabrak úti á hlað-
inu, og sá þá jafnframt að liann var komin
í afþiljað herbergi inni í þurfamannastofu og
fann að það var rammlæst að utan. Hann
skreið fram að glugganum og sá að Ög-
mundur biskup bafði slegið skjaldborg kring-
um allan staðinn, og sendi menn inn til að
sópa greipum hvern krók og kima i leil eftir
biskupsefninu, þeir leituðu jafnvel inni í stof-
unni, sem liann var inni í, en fundu þar
ekkert grunsamt, og fóru svo úl aftur. Allir