Draupnir - 01.05.1906, Page 107
DKAUPNIR.
623
sem hann sat hugsandi með hönd undir
kinn, og sagði við hann:
»Vel á minst, umhoðshaldari minn! Eg
fer liéðan á morgun alfarinn með flokk
minn, en þér segist ætla af stað í kvöld.
Setjist þér niður hérna megin við borðið,
ekki þarna í skugganum, og ritið þér fyrir
mig hréf á latínu til erkibiskupsins; ég ætla
að láta það fylgja köllunarbréfi Jóns prests
Einarssonar.
Finnbogi færði sig þegjandi og tók að
rita eftir því sem biskup las lionum fyrir.
Innilialdið var bæði um köllunarúrslitin og
fleira. Ssm varð slanz á fyrirlestrinum. Finn-
bogi rétti úr sér í sætinu og beið á meðan.
»Þar næst skuluð þér rita, að Jón pró-
faslur Arason — prófastur verður liann nú
raunar ekki lengur, — hafi stolið öllu silfri
Hólakirkju og farið með það með sér«, hætti
biskup við.
»Hafið þér nokkur vitni að þessu, herra
biskup?«
»Hér þarf engra vitna víð, silfrið finst
hvergi, prestur minn«.
»Jæja, hvað um það. En fyrri en þér
liafið leitt góð og gild rök að því, að silfrið
sé horfið og stolið, rita ég ekkert klögumál
um það efni. Því það stendur skrifað: »Þú