Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 108
624
DRAUPKIK.
skalt ekki bera falskan vitnisburð á móti ná-
unga þínum«.
»Jæja þá, hundspottið, farðu þá til djöf-
ulsins með alla varúðina! Ég liefi nóga til
að rita þelta, og annað meira, sem ég ætlaði
mér, heima í Skálholti«.
»Vcrið þér þá sælir, herra biskup«, sagði
séra Finnbogi, laut þá biskupi, tók hattinn
sinn og gekk út.
»Fari liann þá pútusonurinn«, tautaði
biskup fyrir munni sér, er hann sá Finnboga
ríða úr hlaðinu. Kallaði hann því næst á sveina
sína og skipaði þeim með þjósti nokkrum að
liafa alla hluti til reiðu daginn eftir, og það
mjög snemma. Svo lét hann kalla Pétur prest
Pálsson fyrir sig og sagði:
»Ertu nú búinn að kynna þér öll ráðs-
mannsstöríin hérna? — Já, hvernig læt ég!
— Þú hefir verið hérna ráðsmaður fyrri«.
»Já, herra, það hef ég verið, en ég fer
þá fyrst að kynna mér störfin nvju, þegar þér,
herra, eruð komnir suður; því Nikulás prest-
ur vill ckki með góðu aflienda mér lykla
staðarins«.
Sá hóruson ætti að fá makleg málagjöld
fyrir þvermóðskuna, og ég skipa þér og svein-
um mínum, að ná þeim af honum með illu,
eða góðu — og það áður en vér förum héð-
an«, hrópaði biskup æstur og stökk út. Kom